Harpa Árnadóttir (f. 25. janúar 1965) er íslensk listakona. Hún er þekkt fyrir teikningar og málverk sín, ásamt verkum unnum með vatnslit á pappír og striga. Harpa hefur sýnt víða og eru verk hennar í eigu ýmissa opinberra safna og einkasafnara á Íslandi og Svíþjóð.[1]

Ævi og menntun breyta

Harpa er fædd 25. janúar árið 1965 á Bíldudal, en ólst síðan upp í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Hún var í Menntaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þar árið 1985. Sama ár hóf hún nám við Háskóla Íslands og útskrifaðist með BA gráðu í sagnfræði og bókmenntum árið 1989. Árið 1989 fór hún í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist úr málaradeild árið 1993. Hún flutti til Gautaborgar í Svíþjóð og hóf þar nám við Konsthögskolan Valand árið 1994. Eftir að hafa útskrifast úr skólanum árið 1995 hélt hún áfram að búa í Gautaborg og sýndi list sína þar. Þann 6. apríl árið 1995 tók Harpa við verðlaunum úr hendi Karl Gústav Svíakonungs fyrir framlag sitt í teikningsamkeppni fyrir unga teiknara. Harpa sagði að teikningar hennar eigi rætur að rekja til þess tíma er hún bjó í Ólafsvík sem barn. Hús fjölskyldunnar hafi verið niður við sjó, en í fjallshlíðinni á bak við það lítill, næstum gegnsær foss, sem hafi líkst slæðu. þegar hún flutti til Reykjavíkur hafi litli fossinn búið áfram innra með henni og hann sé oft fyrirmynd verka hennar.[2] Í dag eru þær teikningar í eigu Moderna Museet í Stokkhólmi.

Í byrjun 21. aldar flutti hún aftur til Íslands eftir langa dvöl í Svíþjóð.

Sumarið 2011 gaf bókaútgáfan Crymogea út bókina Júní eftir Hörpu.[3] Í bókinni eru vatnslitamyndlistaverk og dagbókarbrot sem Harpa setti saman eftir dvöl hennar á gestavinnustofu á bæ á Höfðaströnd í Skagafirði, júní árið 2010. [4]

List breyta

List Hörpu einkennist af daufum litum og einfaldleika.[5] Hún er þekkt fyrir málverk sem hún kallar „sprunguverk“ og önnur sem unnin eru með vatnslit á pappír og striga, og eru mörg verk hennar tilraunakennd.[6] Hún notar gjarnan lím og vatnsleysanlega liti, sem mynda síðan sprungur og þannig minna verk hennar á landslag. Titlar verka hennar vísa oftar en ekki til náttúrunnar.

Í dómi um sýningu Hörpu í Stenasalen við Listasafni Gautaborgar árið 2004 sagði Mikael Olofsson: „Líkt og þegar maður hlustar grannt eftir hljóði, þá horfir maður eftir lit. Það eru dauf og fínstemmd spor, þó kynnt í formi seríunnar, sem virka svo notalega hörð, beinskeytt, laus við tilfinningasemi. Ljóðræn naumhyggja.“[7]

Sýningar breyta

Einkasýningar breyta

  • 2010 - Remains of a Clear Day
  • 2009 - Nánd - Hallgrímskirkja
  • 2007 - vika fyrir vestan
  • 2007 - Síðasta vorið - Anima gallerí
  • 2006 - Arinstofa:Öll þessi orð og hljóðnaðir sálmar.Gryfja: Teikningar. - Listasafn ASÍ
  • 2006 - Snerting - Skálholt
  • 2006 - Að teikna jökulinn
  • 2004 - paintings - Göteborgs Konstmuseum (Svíþjóð)
  • 2002 - Kalendarium
  • 2001 - Listasafn ASÍ
  • 2000 - Málverk - Slunkaríki
  • 2000 - Teikningar - Íslensk grafík (Pólland)
  • 2000 - Skanska Konstmuseet/Pictura (Svíþjóð)
  • 1998 - Nýlistasafnið
  • 1998 - Now it is and never more - Konstepimedin (Svíþjóð)
  • 1997 - Galleri Mors Mössa (Svíþjóð)
  • 1995 - Galleri Rotor (Svíþjóð)
  • 1995 - Teikningar - Mokka Kaffi
  • 1995 - Nýlistasafnið

Samsýningar breyta

  • 2016 - Ummerki vatns - Hafnarborg
  • 2015 - Den monokroma symfonin - Artipelag - Stokkhólmur
  • 2014 - The Summer Show 2014 - Hverfisgallerí
  • 2010 - Blæbrigði vatnsins - Kjarvalsstaðir
  • 2001 - Drawing Iceland - Gautaborg (Svíþjóð)

Tilvísanir breyta

  1. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1380310/
  2. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/188260/
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. september 2020. Sótt 20. nóvember 2018.
  4. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1380310/
  5. Hverfisgalleri.is, (e.d.). Sótt af http://hverfisgalleri.is/artist/harpa-arnadottir/bio/
  6. Hverfisgalleri.is, (e.d.). Sótt af http://hverfisgalleri.is/artist/harpa-arnadottir/bio/
  7. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=258326&pageId=3608131&lang=is&q=Harpa%20%C1rnad%F3ttir