Handknattleiksárið 1969-70

Handknattleiksárið 1969-70 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1969 og lauk sumarið 1970. Framarar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og einnig í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók þátt í HM í Frakklandi og hafnaði í 11. sæti af 16 þjóðum.

Karlaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Fram 17
  Haukar 13
  FH 13
  Valur 9
  Víkingur 4
  KR 4

KR féll í 2. deild eftir aukaleik við Víking.

Aukaleikur um fall

 • Víkingur - KR 18:13

2. deild

breyta

ÍR sigraði í 2. deild og tók sæti KR í 1. deild. Keppt var í tveimur riðlum, Suðurlandsriðli og Norðurlandsriðli.

Suðurlandsriðill

 • Ármann, ÍR, Þróttur, Breiðablik, Grótta, Keflavík og Akranes kepptu í Suðurlandsriðli.

Norðurlandsriðill

 • KA, Þór Ak. og Dalvík kepptu í Norðurlandsriðil. Leikin var einföld umferð.

Úrslit

 • ÍR - KA 35:23
 • KA - ÍR 21:30

Evrópukeppni

breyta

FH keppti í Evrópukeppni meistaraliða. FH-ingar hófu keppni í 16-liða úrslitum en töpuðu fyrir ungverska liðinu Honved Búdapest.

16-liða úrslit

 • Honved Búdapest - FH 28:17
 • FH - Honved Búdapest 17:21

Landslið

breyta

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik komst á HM í Frakklandi með því að vinna sigur á Austurríkismönnum í forkeppni.

Leikir um HM-sæti

 • Ísland - Austurríki 28:10
 • Austurríki - Ísland 21:20

Oddaleikur

 • Austurríki - Ísland 12:22

HM í Frakklandi hófst í lok febrúar 1970. Ísland var í riðli með Dönum, Pólverjum og Ungverjum. Ísland hafnaði í þriðja sæti í riðlinum og lék um 9.-12. sæti.

Forriðill

 • Ísland - Ungverjaland 9:19
 • Ísland - Danmörk 13:19
 • Ísland - Pólland 21:18

Keppni um 9.-12. sæti

Kvennaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna, eftir 11:9 sigur á Valsstúlkum í lokaleik. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Fram 19
  Valur 17
  Víkingur 10
  KR 7
  Ármann 7
  Breiðablik 0

Breiðablik féll í 2. deild.

2. deild

breyta

Njarðvík sigraði í 2. deild. Keppt var í þriggja liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
  Njarðvík 7
  ÍBK 3
  FH 2

Fallið var frá því að halda úti sérstökum Norðurlandsriðli í 2. deild, en liðin þess í stað skráð til keppni í Íslandsmóti 1. flokks. Völsungur frá Húsavík varð Íslandsmeistari í 1. flokki með talsverðum yfirburðum, sigraði t.d. Val 8:2 í úrslitum í Laugardalshöll. Hefði liðið því væntanlega orðið sigurstranglegt í 2. deild.

Evrópukeppni

breyta

Valur keppti í Evrópukeppni meistaraliða. Valsstúlkur hófu keppni í 16-liða úrslitum en töpuðu fyrir pólska liðinu AZS AWF Wrocław.

16-liða úrslit

 • Valur - AZS AWF Wrocław 12:19
 • AZS AWF Wrocław - Valur 11:13