Handknattleiksárið 1946-47
Handknattleiksárið 1946-47 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1946 og lauk sumarið 1947. Valsarar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Ármann í kvennaflokki. Engir landsleikir fóru fram á tímabilinu.
Karlaflokkur
breyta1. deild
breytaValsmenn urðu Íslandsmeistarar etir úrslitaleik gegn ÍR. Átta lið tóku þátt í Íslandsmóti karla og léku þau einfalda umferð í tveimur fjögurra liða riðlum.
A riðill
Félag | Stig |
---|---|
Valur | 6 |
KR | 4 |
Ármann | 2 |
Haukar | 0 |
B riðill
Félag | Stig |
---|---|
ÍR | 6 |
Víkingur | 4 |
Fram | 1 |
FH | 1 |
Úrslitaleikur
- Valur - ÍR 10:3
Í meistaraliði Vals voru:
Sveinn Helgason, Stefán Hallgrímsson, Garðar Halldórsson, Karl Jónsson, Jón Þórarinsson, Stefán Gunnarsson og Þórður Þorkelsson.
Kvennaflokkur
breyta1. deild
breytaÁrmannsstúlkur urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna eftir úrslitaleik gegn FH. Sjö lið tóku þátt í Íslandsmóti kvenna og léku þau einfalda umferð í tveimur þriggja og fjögurra liða riðlum.
A riðill
Félag | Stig |
---|---|
Ármann | 6 |
ÍA | 4 |
Fram | 2 |
Haukar | 0 |
B riðill
Félag | Stig |
---|---|
FH | 4 |
KR | 2 |
ÍR | 0 |
Úrslitaleikur
- Ármann - FH 4:3
Í meistaraliði Ármanns voru:
Hulda Ingvarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Ólöf Bjartmarsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Maddý Guðmundsdóttir, Lilja Enoksdóttir og Sigrún Stefánsdóttir.
Íslandsmótið utanhúss
breytaÍslandsmótið í handknattleik kvenna utanhúss var haldið sumarið 1947. Fimm félög tóku þátt og fóru Ármannsstúlkur með sigur af hólmi, unnu alla sína leiki.
Landslið
breytaEngir formlegir landsleikir fóru fram á tímabilinu. Sænska liðið I.F. Kristianstad heimsótti Ísland vorið 1947 og lék þrjá leiki gegn íslensku úrvalsliði og einn gegn Ármenningum. Svíarnir sigruðu í öllum leikjunum með miklum mun.