Hafdís Guðjónsdóttir
Hafdís Guðjónsdóttir er prófessor í almennri kennslufræði og sérkennslu við Háskóla Íslands.
Nám og kennsla
breytaHafdís lauk doktorsprófi í sérkennslufræðum lauk Hafdís árið 2000 frá University of Oregon.[1] Doktorsritgerð hennar Responsive professional practice: Teachers analyze the theoretical and ethical dimensions of their work in diverse classrooms, fjallaði um hvernig kennarar koma til móts við fjölbreytta nemendahópa í skóla án aðgreiningar.[2]
Hafdís hefur réttindi til kennslu á öllum skólastigum. Hún starfaði sem kennari við Fellaskóla í Breiðholti frá 1974-1979, við Engidalsskóla í Hafnarfirði 1979-1987 og við Lækjarskóla á árunum 1986-2000.[3] Hafdís var sem grunnskólakennari í forystu um nýbreytni og þróunarstarf og lagði áherslu á menntun fyrir alla, fjölbreytta kennsluhætti og samvinnu bæði meðal kennara, nemenda og foreldra. Hún stjórnaði þróunarverkefnum og hélt fjölda námskeiða fyrir leik- og grunnskólakennara árin 1992-2005.[4][5]
Hafdís hóf störf við Kennaraháskóla Íslands árið sem hún lauk doktorsprófi og starfaði sem lektor þar til skólinn sameinaðist Háskóla Íslands árið 2008. Hún varð dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands árið 2008 og prófessor 2013.[3] Sem prófessor við Menntavísindasvið hefur hún staðið fyrir nýbreytni í kennsluháttum og samstarfi við fræðimenn og konur við erlenda háskóla. Hafdís hefur verið gestakennari við Victoria University í Melbourne í Ástralíu og University of Northern Iowa.[4][3] Árin 2001–2003 tók hún þátt í þróunarverkefni í Lettlandi sem tengdist menntun án aðgreiningar en þar var hún einn af kennurum verkefnisins.[3]
Rannsóknir
breytaHafdís hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknum í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að menntun án aðgreiningar, kennarastarfinu og fagmennsku kennara og kennslu á háskólastigi.[5] Hún hefur birt niðurstöður rannsókna sinna á íslenskum og erlendum ráðstefnum[6] og í íslenskum og erlendum bókum og fagtímaritum.[7][8] Meðal birtinga sem hafa vakið athygli eru „Transformative Pathways: Inclusive Pedagogies in Teacher Education“ sem birtist í Journal of Research on Technology in Education 2007 en hana vann hún í samstarfi við Cacciattolo, Dakich, Davies, Kelly, og Dalmau sem starfa við Victoria University í Melbourne. Greinina „Using self-study to develop a third space for collaborative supervision of master's projects in teacher education“ sem birtist í Studying Teacher Education 2014, byggði á rannsókn sem hún vann í samstarfi við Dr. Svanborgu R. Jónsdóttur, prófessor og Dr. Karen Rut Gísladóttur, dósent. Kaflinn: “Revisioning and Recreating Practice: Collaboration in Self-Study“ birtist í International Handbook of Self-study of Teaching and Teacher Education árið 2004 hefur vakið athygli. Einnig kaflinn „Framing professional discourse with teachers“ sem birtist 2002 í bókinni Improving teacher education practices through self-study. Árið 2017 kom út bókin Taking a Fresh Look at Education sem Hafdís ritstýrði ásamt Mary C. Dalmau, Victoria University, Melbourne og Deborah Tidwell University of Northern Iowa.
Alþjóðlegt rannsóknarsamstarf
breyta- Innovative Teacher Education Through Personalized Learning (INTERPEARL). Erasmus+ verkefni, 2018–2021.[9] Samstarfsaðilar eru frá Siauliai University, Vytautas Magnus University, Vilnius University og University College Cork.
- Teaching diverse learners in (School) Subjects[10]. Lifelong Learning Programme Comenius Network, 2014–2016. Samstarfsaðilar voru frá eftirfarandi háskólum: University of Education, Ludwigsburg; University of Boras; Siauliai University; University of Luxembourg og University of Madrid.
- Learning Spaces for Inclusion and Social Justice (LSP), 2013–2016. Styrkt af NordForsk og Rannís. Samstarfsaðilar voru frá Hedmark University College, Hamar, og University College of Nord-Tröndelag (HiNT), University of Trondheim, Noregi; University of Helsinki, Finnlandi; University of Gothenburg, Svíþjóð.
- Diverse Teachers for Diverse Learners (DTDL), 2011-2014.[11] Styrkt af NordForsk. Samstarfsaðilar voru frá Hedmark University College, Hamar; University College of Nord-Tröndelag (HiNT) and University of Trondheim; University of Helsinki; University of Strathclyde; University of Toronto og University of Manitoba.
- Teacher education for inclusion[12] (T4I), 2009–2012. Verkefni á vegum The European Agency for Special Needs and Inclusive Education. Þátttakendur komu frá 28 Evrópulöndum.
- A Sociocultural Perspective on the Outgrowth and Development of the Self-Study School, (2008-2012). Samstarfsaðilar komu frá Victoria University, Melbourne, Victoria og George Mason University, Washington DC, USA.
- Pedagogy for inclusive education, 2004-2008. Samstarfsaðilar komu frá Victoria University, Melbourne, Victoria
- Inclusive Education and Classroom Practice in Secondary Education[13], 2003–2005. Verkefni á vegum The European Agency for Development in Special Needs Education and Inclusion. Þátttakendur komu frá sex Evrópulöndum.
- Inclusive Education and Classroom Practice in Secondary Education, 2001–2003. Verkefni á vegum The European Agency for Development in Special Needs Education and Inclusion. Þátttakendur komu frá sex Evrópulöndum.[5]
Stjórnun og forysta
breytaHafdís er annar aðalritstjóri Teaching and Teacher Education: An International Journal of Research (TATE) 2019.[14] Hún var einnig aðstoðarritstjóri TATE (2012–2015) og sat í ritstjórn tímaritsins 2016–2018. Hafdís hefur verið annar af tveimur ritstjórum Tímarit um uppeldi og menntun (TUM) síðan 2017,[15] og tvisvar verið ritstjóri sértímarita Netlu,[16][17] tímarits menntavísindasviðs HÍ. Hafdís hefur verið virk í alþjóðulegu samstarfi fræðimanna. Hún hefur meðal annars tekið þátt í starfi America Education Research Association (AERA), sérstaklega í neti Self Study of Teacher Education Practices Special Interest Group (S-STEP).[18] Meðal annars gegndi hún formennsku S-STEP árin 2015–2017 og var ritstjóri 2007–2010.[19] Hafdís hefur einnig verið virkur þátttakandi í European Educational Research Association Research (EERA)[20] og setið í stjórn netsins Innovative Intercultural Learning Environments[21] síðan 2015. Hafdís er fulltrúi Íslands í alþjóðlegu rannsóknarsamtökunum International Study Association on Teachers and Teaching (ISATT)[22]
Hafdís hefur setið í stýrihópi[23] um Menntun fyrir alla[24] á vegum Menntamálaráðuneytisins síðan 2018. Hún hefur einnig setið í ýmsum nefndum á vegum Kennaraháskóla Íslands og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, t.d. í Námsnefnd grunnskólabrautar, Fastanefnd um meistaranám, rannsóknarnefnd, doktorsnámsnefnd MVS og setið Háskólafund.[25] Hafdís hefur setið í stjórnum fagfélaga eins og Félagi sérkennara, Fleti, samtökum stærðfræðikennara og á árum áður verið í stjórn svæðisfélaga grunnskólakennara.
Heimildir
breyta- ↑ Hafdís Guðjónsdóttir. Menntun. Sótt 28. ágúst 2019.
- ↑ Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Hafdís Guðjónsdóttir.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 „Hafdís Guðjónsdóttir. Starfsreynsla“. Sótt 28. ágúst 2019.
- ↑ 4,0 4,1 „Hafdís Guðjónsdóttir. Námskeið“. Sótt 28. ágúst 2019.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 „Hafdís Guðjónsdóttir. Rannsóknir“. Sótt 28. ágúst 2019.
- ↑ Hafdís Guðjónsdóttir. Fyrirlestrar.
- ↑ Hafdís Guðjónsdóttir. Bækur og bókakaflar
- ↑ Hafdís Guðjónsdóttir. Ritrýndar greinar. Greinar í ritrýndum tímaritum.
- ↑ Háskóli Íslands. (2019). Innovative Teacher Education through Personalized Learning – InterPearl.
- ↑ TdiverS. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ NordForsk. Diverse Teachers for Diverse Learners Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ European Agency for special needs and inclusive education. Teacher education for inclusion. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ European Agency for special needs and inclusive education. Education and Classroom Practice in Secondary Education[óvirkur tengill]. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ Elsevier. Teaching and Teacher Education. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ Tímarit umuppeldi og menntun. Ritstjórn Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. (2015). Sérrit 2015 – Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine.
- ↑ Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. (2013). Sérrit 2013 – Fagið og fræðin Geymt 29 ágúst 2019 í Wayback Machine.
- ↑ AERA. American educational Research Association. 2013 General Election Results. Sótt 28. ágúst 2019.
- ↑ Hafdís Guðjónsdóttir. HÍ. Nefndir og stjórnun. Sótt 28. ágúst 2019.
- ↑ European Educational Research Association Research. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ Innovative Intercultural Learning Environments. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ International Study Association on Teachers and Teaching. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ Stjórnarráð Íslands. Stýrihópur. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ Stjórnarráð Íslands. Menntun fyrir alla. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2015). Skipan í starfsnefndir við MVS.