Virginíuháskóli

(Endurbeint frá Háskólinn í Virginíu)

Virginíuháskóli (University of Virginia, U.Va., eða UVA) er almenningsháskóli í Charlottesville í Virginíu, sem Thomas Jefferson stofnaði og hannaði árið 1819. Hann var fyrsti bandaríski háskólinn sem bauð upp á nám í greinum eins og arkitektúr, stjörnufræði og heimspeki og var einnig fyrstur til að greina að menntun og kirkju. Verkfræðiskóli háskólans var fyrsti verkfræðiskólinn í Bandaríkjunum sem var tengdur háskóla.

The Rotunda í Virginíuháskóla.

Virginíuháskóli er eini háskólinn í Norður-Ameríku sem er flokkaður með heimsminjum af UNESCO, sem segir skólann hafa framúrskarandi menningarlegt mikilvægi fyrir sameiginlega arfleifð mannkyns. Skólinn deilir heiðrinum með heimili Jeffersons, Monticello, sem er skammt frá.

Við skólann kenna rúmlega 2000 kennarar og þar nema á 14. þúsund grunnnemar og á 7. þúsund framhaldsnemar. Fjárfestingar skólans nema 3,6 milljörðum bandaríkjadala.

Markverðir nemendur

breyta

Meðal fólks sem hefur numið við skólann má nefna Edgar Allan Poe, Walter Reed, Georgia O'Keeffe, Richard Byrd, Francis Collins, Katie Couric, Tina Fey, Ralph Wilson og Stephen Malkmus.

Ýmsir stjórnmálamenn hafa numið við skólann. Til dæmis má nefna Woodrow Wilson, 28. forseta Bandaríkjanna, Robert F. Kennedy, Ted Kennedy og Javier Solana.

Gallerí

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.