Gulusóttarfaraldur í Buenos Aires
(Endurbeint frá Gulufaraldur í Buenos Aires)
Gulusóttarfaraldur í Buenos Aires var röð af faröldrum af gulusótt sem gengu yfir árin 1852, 1858, 1870 og 1871 í borginni Buenos Aires í Argentínu. Í síðasta og versta faraldrinum dó um 8% borgarabúa og dagleg dánartala í borginni sem var vanalega minni en 20 fór suma daga yfir 500. Gula barst til borgarinnar frá Asunción í Paraguay með argentínskum hermönnum sem höfðu tekið þátt í stríðsátökum þar þegar þeir sneru til baka. Áður hafði sóttin breiðst út í borginni Corrientes. Þegar sóttin var í hámarki þá fækkaði íbúum í Buenos Aires niður í þriðjung af því sem áður var vegna þess að mikill flótti brast á og margir yfirgáfu borgina.