Gulusótt
Gulusótt er veirusýking sem berst með moskítóflugum og getur valdið lifrarbilun, nýrnabilun, innri og ytri blæðingum og skertri heilastarfsemi. Engin meðferð er til gegn sjúkdómnum. Bólusetning er til við sjúkdómnum (bóluefnið stamaril) og endist einn skammtur ævilangt. Gulusótt er fyrst og fremst hitabeltissjúkdómur en skæðir faraldrar hafa komið upp í borgum. Gulusóttarfaraldur kom upp í borginni Fíladelfíu árið 1793 og létust þar 5.000 eða 10% íbúanna. Árin 1795, 1799 og 1803 komu upp faraldrar í New York þar sem þúsundir manna létust. Gulusóttarveiran var fyrsta veiran sem fannst sem veldur sjúkdómi í mönnum.
Heimildir
breyta- Björn Sigurðsson, Gulusótt (Yellow feber), Nóbelsverðlaun í læknisfræði 1951
- Vaxandi útbreiðsla gulusóttar (yellow feber) í Brasilíu (landlæknir.is) Geymt 30 september 2020 í Wayback Machine
- „Hvernig og hvenær fannst fyrsta veiran sem veldur sjúkdómi í mönnum?“. Vísindavefurinn.
- Yellow fever attacks Philadelphia 1793