Andes-miðbaugsmál
Andes-miðbaugsmál er undirflokkur Suður-amerískra indjánamála og inniheldur 250 tungumál. Suður-amerísk indjánamál eru síðan undirflokkur Amerískra frumbyggjamála. Andes-miðbaugsmál skiptast í tvo flokka, andesmál og miðbaugsmál sem hvort um sig greinast í undirflokka.