Guðlax
Guðlax (fræðiheiti: Lampris guttatus) er fiskur af guðlaxaætt. Hann er mikill einfari og veiðist helst sem aukaafli. Framboð af honum ræðst einkum af veiði á túnfiski og sverðfiski sem hann heldur sig oft í samfloti við. Heimkynni hans eru í hitabeltinu en hann hefur þó flækst á Íslandsmið.
Guðlax | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Lampris guttatus
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Lampris guttatus Brünnich, 1788[1] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Guðlax er mjög feitur fiskur með mildu bragði og ljósrauðu kjöti og er því oft líkt við lax. Kjötið af guðlaxinum er af fernum toga, allt frá ljósrauðu kjöti frá sporði að kviðnum sem er bleikur á lit. Kinnarnar eru dökkrauðar. Undir kjaftinum er lítill vöðvi sem er rauðbrúnleitur eins og lifur og þegar hann er soðinn bragðast hann einna líkast kálfakjöti. Þetta er fyrsta fisktegundin sem uppgötvaðist að væri með jafnheitt blóð, en þeir geta haldið hluta af líffærum sínum 2° yfir umhverfishita. Það gefur þeim betri sjón, sneggri viðbrögð og hraðari sundtök.
Einkenni
breytaÚtlit og líkamsstærð
breytaGuðlax er afar sérstakur í útliti. Hann er hár og getur verið allt að 185 cm að lengd og yfir 70 kg að þyngd. Hann er hæstur um miðjuna og þykkvaxinn. Hann er með bláan lit á baki, ljósrauðan á kvið og rauða ugga. Augun eru mjög stór sem gefur til kynna að hann hafi aðlagast miklu dýpi, og raufaruggarnir sem hann hreyfir upp og niður en ekki fram og aftur, þykja líkast mest vængjum, og benda til þess að hann sé víðförull.
Útbreiðsla
breytaGuðlax finnst dreifður víða um heim, en aðallega í hitabeltinu, á 50-500 metra dýpi. Lítið er vitað um atferli þeirra, en þó er þekkt að þeir synda í samfloti með torfum af túnfiskum og öðrum fiskum af makrílaætt. Líkt og túnfiskur geta þeir synt hratt lengi, með því að nýta raufaruggana og klofinn sporðinn.
Helsta fæða guðlaxa eru smokkfiskur og ljósáta. Fyrir utan menn, eru helstu afræningjar guðlaxa hákarlar, einkum hvíthákarl og makrílháfur.
Hagnýting
breytaVeiðar
breytaGuðlax er veiddur allt frá Alaska til Japans enda er hann mjög víðförull. Í Bandaríkjunum er hann mest veiddur í Kaliforníu eða á Hawaii en Bandaríkjamenn flytja hann líka inn frá Mexíkó og Fídjí. Á Hawaii er guðlaxinn aukaafli túnfiskveiðimanna og árið 1992 nam aflinn 175 tonnum. Á Íslandi hefur hann fundist frá Berufirði, vestur með landinu og norður alveg inn í Eyjafjörð. Hann hefur veiðst á allt að 366 metra dýpi.
Markaður
breytaVerð á Guðlaxi er mjög ótryggt vegna þess hve óstöðugt framboð er af honum. Hann er utan kvóta og veiðist sem fyrr segir sem aukaafli og getur markaðurinn því lítt reitt sig á stöðugt framboð. Á fínum veitingahúsum í Bandaríkjunum er hann borinn fram sem lúxusréttur. Hann er seldur ferskur.
Matreiðsla
breytaSkiptar skoðanir eru á því hvernig best sé að matreiða guðlax. Algengt er að steikja hann eða ofnbaka, en ekki er mælt með gufusuðu. Hann er fljótur að eldast og er því vandmeðfarinn. Margir eru þó þeirrar skoðunar að guðlax sé bestur grillaður og borinn fram með rauðvínssósu. Einnig getur verið gott að bæta við salati og sætum kartöflum.
Tilvísanir
breyta- ↑ Lampris guttatus (Brünnich, 1788). Fish Base
Heimildir
breyta- http://www.sci-news.com/biology/science-opah-lampris-guttatus-warm-blooded-fish-02805.html
- http://www.mbl.is/greinasafn/grein/136169/
- http://www.fishbase.org/summary/1072