Hvíthákarl eða hvítháfur (fræðiheiti: Carcharodon carcharias) er afar stór hákarl af hámeraætt. Hann finnst nálægt ströndum flestra helstu úthafa. Hann getur orðið 6 metra langur og vegið allt að 2.250 kíló. Hvíthákarl er stærsti ránfiskur í heimi. Hann er í útrýmingarhættu.

Hvíthákarl

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Undirflokkur: Fasttálknar (Elasmobranchii)
Ættbálkur: Hámerar (Lamniformes)
Ætt: Hámeraætt (Lamnidae)
Ættkvísl: Carcharodon

Útbreiðsla og búsvæði

breyta

Hvíthákarlar lifa í næstum öllum heimshöfum þar sem meðalhitinn er milli 12 og 24° C en eru flestir við suðurströnd Ástralíu, við strendur Suður-Afríku, Kalíforníu, við Guadalupe eyjar í Mexíkó og að hluta í Miðjarðarhafi og Adríahafi.

Hvíthákarl er uppsjávarfiskur en lífshættir hans hafa aðallega verið rannsakaðir og ferðir hans skráðar nálægt ströndum þar sem hann er í nánd við bráð eins og loðseli, sæljón, hvali, aðra hákarla og stórvaxnar beinfiskategundir. Hann telst úthafsfiskur og finnst frá yfirborð sjávar niður á 1280 m dýpi en heldur sig oftast nálægt sjávaryfirborði. Hvíthákarlar eru taldir eiga sök á 33–50% af hákarlaárásum á fólk. Talið er að tæplega ein af hverjum tíu árásum hvíthákarla sé banvæn.

Útlit og líkamsbygging

breyta
 
Carcharodon carcharias

Hvíthákarlar eru ljósir á kvið með og gráir á baki. Eins og margar hákarlategundir hafa þeir tennur fyrir aftan aðaltennurnar þannig þegar tennur brotna þá endurnýjast þær fljótt.

Lífshlaup

breyta

Hvíthákarlar gjóta tveimur upp í fjórtán lifandi ungum sem geta verið allt að 1,5 metra langir. Eggin þroskast inn í líkama kvendýrsins og nýklaktir ungar nærast á öðrum eggjum og systkinum sínum. Í hákörlum er engin legkaka. Eftir got synda ungarnir burt frá móður sinni og hefja strax ránlífi.

 

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Great white shark“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. janúar 2008.
  • „Hvernig flokkast hvíthákarlinn?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað geta hvítháfar orðið gamlir?“. Vísindavefurinn.