Grand Teton-þjóðgarðurinn

(Endurbeint frá Grand Teton National Park)

Grand Teton-þjóðgarðurinn (enska: Grand Teton National Park) er bandarískur þjóðgarður í norður-Wyoming. Hann er 1300 ferkílómetrar og samanstendur af Teton-fjallgarðinum (sem er hluti af Klettafjöllum) og Jackson Hole-dalnum. Grand Teton-þjóðgarðurinn er aðeins 16 kílómetra suður af Yellowstoneþjóðgarðinum.

Kort.
Grand Teton-fjöll.
Frístundabátar.

Á 19. öld var svæðið viðkomustaður evrópskra dýraskinnskaupmanna og í lok aldarinnar var varanleg búseta þeirra í Jackson Hole-dalnum. Fyrir hittu þeir Shoshone-frumbyggja svæðisins. 1929 var þjóðgarðurinn stofnaður en Jackson Hole bættist seinna við hann. John D. Rockefeller keypti jarðir í Jackson Hole í þeim tilgangi að þeim yrði bætt við þjóðgarðinn. Þjóðgarðurinn heitir eftir Grand Teton (4199 metrar), hæsta fjalli Teton-fjalla. Stærsta stöðuvatnið heitir Jackson Lake.

Af barrtrjám í þjóðgarðinum eru meðal annarra: Blágreni, fjallaþinur og klettafura sem vaxa hærra uppi en stafafura er fremur á láglendi. Degli og broddgreni vaxa aðallaga á þurrari svæðum. Klettafuran hefur orðið illa úti í bjöllurfaraldri. 61 tegund af spendýrum lifir á svæðinu t.d.: Svartbjörn, brúnbjörn, úlfur, gaupa, fjallaljón, otur, múrmeldýr, múshéri, vapítihjörtur, vísundur, héri og leðurblaka. Leyft er að veiða vapítihirti en oft er veiði bönnuð í þjóðgörðum. Um 300 fuglategundir lifa þar.

Fjöldi tjaldsvæða er í Grand Teton-þjóðgarðinum en opin eldur er ekki leyfður vegna bjarndýra. Svæðið er vinsælt meðal fjallgöngumanna. Snjósleðar eru eingöngu leyfðir við Jackson Lake.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Grand Teton National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. des.. 2016.