Hérar
Hérar eru spendýr af ættkvíslinni Lepus og af ættinni Leporidae, þeirri sömu og kanínur. Búsvæði héra er í Afríku, Evrópu, Norður-Ameríku og Japanska eyjaklasanum. Ólíkt mörgum nagdýrum grafa þeir sig ekki niður og fæða ekki afkvæmin í holum og ólíkt kanínum eru þeir ekki haldnir sem húsdýr. Hraðskreiðustu hérar geta hlaupið á 50-64 km. hraða. Ýmsir menningarheimar borða héra. Þrátt fyrir nafnið er múshéri hvorki af sömu ættkvísl né ætt og hérar heldur af sama ættbálki.
Tegundir
breyta32 skráðar tegundir:
Subgenus Macrotolagus
- Antilópuhéri, Lepus alleni
Subgenus Poecilolagus
- Snjóþrúguhéri, Lepus americanus
Subgenus Lepus
- Pólhéri, Lepus arcticus
- Alaska-héri, Lepus othus
- Snæhéri, Lepus timidus
Subgenus Proeulagus
- Asnahéri, Lepus californicus
- Mexíkó-héri, Lepus callotis
- Höfðagráhéri, Lepus capensis
- Tehuantepec-héri, Lepus flavigularis
- Espiritu Santo-héri, Lepus insularis
- Runna-héri, Lepus saxatilis
- Eyðimerkur-héri, Lepus tibetanus
- Tolai-héri, Lepus tolai
Subgenus Eulagos
- Kantabríu-héri , Lepus castroviejoi
- Júnnan-héri, Lepus comus
- Kóreu-héri, Lepus coreanus
- Korsíku-héri, Lepus corsicanus
- Evrópu-héri eða brúnhéri, Lepus europaeus (einnig gráhéri)
- Granada-héri, Lepus granatensis
- Mansjúríu-héri, Lepus mandschuricus
- Ullarhéri, Lepus oiostolus
- Eþíópíuhálendis-héri, Lepus starcki
- Sléttuhéri, Lepus townsendii
Subgenus Sabanalagus
- Eþíópíu-héri, Lepus fagani
- Savanna-héri, Lepus microtis
Subgenus Indolagus
- Hainan-héri, Lepus hainanus
- Indlands-héri Lepus nigricollis
- Búrma-héri, Lepus peguensis
Subgenus Sinolagus
- Kína-héri, Lepus sinensis
Subgenus Tarimolagus
- Yarkand-héri, Lepus yarkandensis
Óflokkað
- Japans-héri, Lepus brachyurus
- Abyssiníu-héri, Lepus habessinicus
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Hare“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. feb. 2017.