Grænkeri er manneskja sem forðast að neyta afurða úr dýraríkinu eins og matvæla, en líka fatnaðar og annarra neysluvara sem gerðar eru úr líkömum dýra. Hvað varðar mataræði neyta grænkerar ekki dýraafurða á borð við mjólk, hunang og egg, en þeir hafna líka fatnaði úr efnum sem fengin eru af dýrum, eins og silki og ull.

Algengt tákn fyrir grænkeravæna vöru.

Ástæður þess að fólk gerist grænkerar eru margvíslegar, en algengt er að fólk nefni siðferðilegar eða umhverfislegar ástæður.

Í daglegu tali er enska orðið vegan oftast notað um grænkera og lífsstílinn sem fylgir.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.