Gossip Girl (2. þáttaröð)

Önnur þáttaröðin af Gossip Girl, bandarískum unglingadrama-þætti var sýnd á CW-stöðinni frá 1. september 2008 fram til 18. maí 2009 og innihélt 25 þætti, þ.á.m. þáttinn „Valley Girls“ sem einblíndi á Lily van der Woodsen (Kelly Rutherford/Brittany Snow) og fjölskyldu hennar í Los Angeles árið 1983.

Yfirlit

breyta

Þáttaröðin fylgist með lífum fordekruðu unglinganna Serenu van der Woodsen, Blair Waldorf, Dan Humphrey, Nate Archibald, Jenny Humphrey og Chuck Bass. Þau ganga í fínan einkaskóla í efri-austurhluta Manhattan í New York borg. Í þáttunum er einnig móðir Serenu; Lily van der Woodsen, og faðir Jenny og Dan; Rufus Humphrey, ásamt Vanessu Abrams sem er frá Vermont.

Leikendur

breyta
 
Aðalleikarar 2. þáttaraðarinnar

Aðalleikarar

breyta

Aukaleikarar

breyta

Gestaleikarar

breyta

Valley Girls

breyta

Söguþráður

breyta

Það er lokaárið hjá okkar áskæru unglingum og „dramað“ er í hámarki. Að sækja um háskóla er aðeins lítill hluti af sögunni, þegar nýjar ástir (og sumar svo ekki nýjar ástir) blómstra og visna, hneyksli eru hvert sem litið er og bandalög breytast hraðar en „Blaðurskjóðan“ nær að senda út uppfærslur. Fjölskyldur og orðspor eru eyðilögð og búin til; eins auðæfi. Það mun jafnvel reyna á hin sterkustu vinatengsl.

Þættir

breyta
Þáttur
nr.
# Titill Sýnt í U.S.A. Bandarískir áhorfendur
(í milljónum)
19 1 Summer, Kind of Wonderful 1. september 2008 3.43
Við lok sumarsins í Hamptons, hafa Serena og Nate fengið alla til að halda að þau séu par til að fela þá staðreynd að Nate hefur átt í ástarsambandi við gifta eldri konu að nafni Catherine (Madchen Amick). Blair snýr aftur úr utanlandsferð sinni með sætan strák upp á arminn (Patrick Heusinger) og gerir þannig Chuck afbrýðissaman og lætur hann iðrast þess að hafa skilið Blair eina eftir á þyrlupallinum. Dan hefur eytt sumrinu í að aðstoða frægan rithöfund (Jay McInerney) og er greinilega að hugsa um ákveðna stúlku, sem verður til þess að hann fer á eftir henni. Jenny stelur boðskorti í hina víðsfrægu „Hvítu veislu“, á meðan hún er í starfsþjálfun á Eleanor Waldorf, en þar kynnir Eric hana fyrir Tinsley Mortimer.

Titll þáttarins kemur frá kvikmyndinni Some Kind of Wonderful frá árinu 1987.

20 2 Never Been Marcused 8. september 2008 3.25
Blair er himinlifandi yfir því að eiga í ástarsambandi við konunglegan mann og ætlar sér að komast inn í konungsættina, en Chuck hefur aðrar áætlanir fyrir Blair og nýju ástina hennar, Marcus. Serena og Dan ákveða að halda sambandi sínu leyndu fyrir vinum sínum og fjölskyldu, þar til þau finna út úr því hvað þetta þýðir allt saman fyrir samband þeirra. Á meðan kemst Nate að því að það eru ókostir við að eiga í ástarsambandi við fallega, eldri konu, Catherine, sem er einnig gift.

Titllinn kemur frá kvikmyndinni Never Been Kissed frá árinu 1999.

21 3 The Dark Night 15. september 2008 3.73
Í gríni efast Blair um samband sitt við Marcus, á meðan Chuck virðist hafa týnt ástríðunni með nokkurri annarri konu en Blair. Á meðan glímir Nate við tilfinningar sínar í garð Vanessu og stöðugt flóknara samband sitt við Catherine. Jenny hættir á að missa nemasamninginn sinn þegar Eleanor grípur hana glóðvola við að gagnrýna eina af hönnun hennar. Á meðan Dan og Serena festast í lyftu vegna rafmagnsleysis tala þau um samband sitt og komast að þeirri niðurstöðu að þau eru of ólík og að samband þeirra muni ekki ganga upp.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni The Dark Knight' frá árinu 2008

22 4 The Ex Files 22. september 2008 3.33
Blair og hjálparmeyjarnar hennar ákveða að vingast við nýju stelpuna, Amöndu (Laura-Leigh) til að eyðileggja fyrir henni. Vanessa kemst að stóru leyndarmáli um Catherine og þarfnast kænskubragða Balir til að nota upplýsingarnar til að hjálpa Nate. Á meðan dregst Lily enn og aftur að Rufusi.

Titillinn kemur frá sjónvarpsþáttaröðinni The X-Files

23 5 The Serena Also Rises 29. september 2008 3.40
Í miðri tískuvikunni kemst hin reiða Blair að því að móðir hennar, Eleanor, hefur ákveðið, eftir að hafa fengið hvatningu frá Jenny, að gefa Serenu og nýrri vionkonu hennar, Poppy Lifton (Tamara Feldman), sæti í fyrstu röð á tískusýningu Eleanor Waldorf. Hún skaðast enn og aftur af vinsældum Serenu og svikum móður sinnar, og Blair ákveður að eyðileggja sýninguna. Á meðan byrjar Dan að hanga með Chuck, en það hefur alltaf sínar afleiðingar að skoða dökku hliðar bæjarins og Dan fær að komast að því. Lily kemst að leyndarmáli sem nýi eiginmaður hennar, Bart, hefur verið að halda frá henni.

Titillinn kemur frá skáldsögunni The Sun Also Rises frá árinu 1962.

24 6 New Haven Can't Wait 13. október 2008 3.31
Eftir að Blair og Serena lenda í rifrildi ákveður Serena að jafna metin við Blair, sem hefur alltaf dreymt um að fara í Yale, og hættir við áætlanir sínar um að heimsækja Brown, og ákveður að taka persónulegu boði rektorsins um heimsókn í Yale. Eftir að komast að því að ekkert af meðmælendabréfum hans komust til skila, reynir Dan allt til að finna leið til að bjarga líkum sínum á að komast inn í skólann. Á meðan Chuck er á skólalóð Yale er honum rænt af meðlimum hópsins Skull and Bones.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni Heaven Can Wait (1978)

24 6 Chuck in Real Life 20. október 2008 3.03
Vanessa notar hneykslanlegu myndina af Catherine og Marcus til að kúga Blair til að vera blíðari manneskja, svo Blair sækir hefnda með því að fá Chuck til að tæla Vanessu. Eric kynnir nýja kærastann sinn, Jonathan, fyrir Serenu og Blair. Lily og Bart halda innflutningsveislu og ætlast til þess að börnin þeirra geri ekkert af sér fyrir framan blaðamennina en hin uppreisnargjarna Serena er ekki tilbúin til að fylgja reglunum. Á meðan komast Dan og Jenny að stóru leyndarmáli sem Nate hafði falið fyrir vinum sínum.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni Dan in Real Life (2007).