The X-Files
The X-Files eru bandarískir vísindaskáldskaparþættir sem Chris Carter bjó til. Fyrstu þáttaraðirnar voru sýndar frá 1993 til 2002 á sjónvarpsstöðinni Fox. Þetta voru níu þáttaraðir og alls 202 þættir. Tíunda þáttaröð var sýnd árið 2016 og ellefta þáttaröðin 2018.
The X-Files | |
---|---|
Tegund | Vísindaskáldskapur Thriller |
Búið til af | Chris Carter |
Leikarar | David Duchovny Gillian Anderson Robert Patrick Annabeth Gish Mitch Pileggi |
Tónskáld | Mark Snow |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 11 |
Fjöldi þátta | 218 |
Framleiðsla | |
Lengd þáttar | 45 mínútur |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | FOX |
Myndframsetning | 480i (SDTV) |
Hljóðsetning | Dolby Digital 2.0 |
Sýnt | Frumröð: 10. september 1993 – 19. maí 2002 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Aðalpersónur þáttanna eru alríkislögreglumennirnir Fox Mulder (David Duchovny) og Dana Scully (Gillian Anderson) sem glíma við dularfull mál sem geymd eru í X-skrám, og snúast oft um yfirnáttúruleg fyrirbæri.