Giuseppe Rossi (fæddur 2. febrúar 1987) er ítalskur knattsyrnumaður. Rossi fæddist í Teaneck í New Jersey í Bandaríkjunum en fluttist svo til Ítalíu með foreldrum sínum þegar hann var barnungur og bjó þar þangað til hann var 16 ára. Hann æfði lengi vel með Parma á Ítalíu og töldu þjálfarar þar á bæ hann vera mjög efnilegan leikmann.

Giuseppe Rossi var keyptur af enska úrvalsdeildar liðinu Manchester United þann 7. júlí árið 2004 frá ítalska liðinu Parma. Þá var Rossi aðeins 16 ára gamall. Kaupverð þessa leikmannsins var 200 þúsund sterlingspund. Hjá Parma var Rossi einungis með unglingasamning enda var hann of ungur til að geta fengið atvinnumannasamning. Rossi er örfættur leikmaður.

Eins og margir aðrir unglingar hjá Manchester United lék Rossi sinn fyrsta leik í ensku deildarkeppninni en þá var hann 17 ára gamall. Hann kom inn á í 2-0 sigri liðsins á Crystal Palace en Rossi náði ekki að skora í sínu fyrsta tækifæri með liðinu. Rossi fékk treyju merkta nafninu sínu og með númerinu 42 aftan á en hann ber enn þetta númer á baki sér í dag. Í æfinguleikjum liðsins fyrir leiktímabilið 2005-06 kom Rossi mikið á óvart og sýndi stjóra sínum, Alex Ferguson, að hann væri mikið efni í leikmann í Úrvalsdeildina á Englandi. Rossi ávann sér einnig stuðning aðdáenda Manchester United en þeir gáfu Rossi gælunafnið „Joe Red“. Það er í rauninnni þýðing á nafninu hans á ítölsku og svo passaði þetta líka fullkomnlega fyrir leikmann Manchester United.

Um það bil ári seinna eftir leikinn sem Rossi kom inn á gegn Crystal Palace spilaði hann í fyrsta sinn leik þar sem hann var í byrjunarliðinu. Rossi gerði sér lítið fyrir og skoraði í leiðinni sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í 3-1 sigri liðsins á Sunderland þann 15. október 2005 og stuttu seinna eftir þann leik spilaði Rossi í 4-1 sigri á Barnet í enska deildarbikarnum og skoraði einmitt mark í þeim leik líka. 18. janúar 2006 var Rossi í liði Manchester United þegar liðið sigraði Burton Albion í enska bikarnum. Rossi skoraði tvö mörk og lagði þar að auki upp tvö önnur mörk. Hann var valinn maður leiksins.

Á leiktímabilinu 2005-06 spilaði Rossi aðallega fyrir varaliðið en samt sem áður stóð hann sig vel þar og skoraði 26 mörk í jafmörgum leikjum. Þar á meðal eru nokkrar þrennur.

Tenglar breyta