Geitin sjálf

Íslenskur tónlistarmaður og annar helmingur dúósins Clubdub

Aron Kristinn Jónasson (f. 16. janúar 1995), þekktur sem Geitin sjálf, er íslenskur tónlistarmaður og annar helmingur dúósins ClubDub.

Geitin sjálf
Fæddur
Aron Kristinn Jónasson

16. janúar 1995 (1995-01-16) (29 ára)
Reykjavík, Ísland
MenntunHáskólinn í Reykjavík
StörfTónlistarmaður
Tónlistarferill
Ár virkur2018–í dag
Stefnur
Meðlimur íClubDub

Tónlistarferill

breyta

Tónlistarferill Geitarinnar sjálfrar hófst árið 2013 þegar hann söng nokkur lög í nefndinni 12:00 í Verzlunarskóla Íslands.

Árið 2018 stofnaði Geitin sjálf tónlistardúó-ið ClubDub ásamt vini sínum Brynjari Barkasyni en þeir voru einmitt saman í 12:00. Þeir gáfu út fyrstu plötuna Juice Menu vol. 1 sem innihélt 7 lög, þar frægast var lagið „Clubbed up“ sem er með yfir 2,4 milljónir spilanir á Spotify.[1] Þeir gáfu út plötuna í miðjum júní 2018, helgina eftir það var þeim boðið að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni.[2] Sama ár gáfu þeir út lagið „Eina sem ég vil“ ásamt rapparanum Aron Can.[3] Árið 2019 gáfu þeir út stuttskífuna Tónlist, þar var frægasta lagið „Aquaman“ sem þeir gerðu ásamt Salsakommúninni og hefur yfir 1,8 milljónir spilana á Spotify.[4] Árið 2020 gáfu þeir út lagið „Deyja Fyrir Stelpurnar Mínar“.[5] 2021 kom síðan út stuttskífan clubdub ungir snillar með 4 lögum þar frægast „Frikki dór 2012“ sem hefur hlotið yfir 800 þúsund spilanir á Spotify. Árið 2022 gáfu þeir út lagið „IKEA STELPAN“ og hlaut það yfir 60 þúsund spilanir á aðeins tveimur vikum.[6]

Heimildir

breyta
  1. https://open.spotify.com/album/4IPuRga4w5Bv2Ut3dleOWA?si=5hvC3Us_SpWXHG_iTZ8IVQ
  2. Stefán Árni Pálsson (28. febrúar 2019). „Vendipunktur í okkar lífi þegar við vorum reknir úr Versló“. Vísir.
  3. https://open.spotify.com/album/0qEdZjUfX4VarSlVp61xyZ?si=B2VzVkLzS_ajB0CdEbxcBA
  4. https://open.spotify.com/album/6ATMtdU7X3KfiESwQqGyTT?si=oqRm2fHzQdWpbrNIlpHMMA
  5. https://open.spotify.com/album/2cShTPWMiodLQRewDM6S0l?si=GJ-gmAnSSwewIVTC1q0S1A
  6. https://open.spotify.com/album/2q0kqdNRg166UES6o7zG7v?si=xeHk5gFMSFOOKKEB3_Ddiw
   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi og tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.