ClubDub

Íslenskt raftónlistartvíeyki

ClubDub er íslenskt raftónlistartvíeyki sem samanstendur af Geitinni sjálfri og Brynjari Barkasyni. ClubDub varð formlega til árið 2018 þegar það gaf út Juice Menu Vol 1.[1]

ClubDub
UppruniReykjavík, Ísland
Ár2018–í dag
Stefnur
Útgáfufyrirtæki
Samvinna
Meðlimir
Vefsíðaclubdub.is

Brynjar og Geitin sjálf kynntust þegar þeir voru saman í myndbandsnefndinni 12:00 í Verzlunarskóla Íslands. Félagarnir lögðu mikla vinnu í 12:00 og gerðu þar sketsaþætti en gáfu einnig út nokkur lög, til dæmis „Sama stelpa“, „Aðeins meira en bara vinir“ og „Ekki segja neinum“. Að lokum varð það svo að strákarnir lögðu of mikla vinnu í 12:00 og sinntu skólanum ekki nógu vel og voru vísaðir úr honum.[1]

Árið 2017 ákveða þeir að byrja að semja tónlist sem varð að plötunni Juice Menu Vol. 1 sem þeir gáfu út sumarið 2018. Bókanir voru þéttar fyrir veturinn sem fylgdi. Vinsældirnar döfnuðu ekki og fylgdu stuttskífurnar Tónlist árið 2019 og clubdub ungir snillar árið 2021.[2][3]

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta
  • Juice Menu Vol. 1 (2018)
  • Risa Tilkynning (2024)

Stuttskífur

breyta
  • Tónlist (2019)
  • clubdub ungir snillar (2021)

Smáskífur

breyta
  • „Eina Sem Ég Vil“ (feat. Aron Can) (2018)
  • „Ég Myndi Deyja Fyrir Stelpurnar Mínar“ (2020)
  • „IKEA STELPAN“ (2022)

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Ísak Hinriksson (29. júní 2018). „Lofar góðu að vera rekinn úr Versló“. RÚV.
  2. „Byrjuðu í tónlistinni eftir brottrekstur úr Verzló“. Mannlíf. 22. febrúar 2019.
  3. https://open.spotify.com/artist/5A5hVxY3BogJUch1IUcuw7?si=kAVZYvYJSNS9uHPLXE0huQ

Tenglar

breyta