Tónlistarskóli FÍH

Tónlistarskóli FÍH er íslenskur tónlistarskóli sem stofnaður var árið 1980 og er starfræktur af FÍH. Skólinn er til húsa við Rauðagerði 27 í Reykjavík og er honum skipt í tvær megindeildir, grunndeild og framhaldsdeild. Innan framhaldsdeildar standa síðan til boða tvær námsbrautir, sígild braut og djass- og rokkbraut.

Skólastjóri skólans er Björn Th. Árnason, yfirkennari djass- og rokkbrautar er Sigurður Flosason og yfirkennari grunndeildar og sígildrar brautar er Sigurður Örn Snorrason.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.