Friðrik Þór Friðriksson

íslenskur kvikmyndagerðarmaður

Friðrik Þór Friðriksson (f. 12. maí 1954) er íslenskur kvikmyndaleikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi.

Friðrik Þór Friðriksson
Friðrik Þór á Edduverðlaununum 2007
Fæddur12. maí 1954
Reykjavík
StörfKvikmyndaleikstjóri,
framleiðandi,
handritshöfundur

Friðrik hóf feril sinn með gerð stuttmynda og heimildarmynda sér í lagi Rokk í Reykjavík og Kúrekar norðursins við góðar undirtektir. Mynd hans Brennu-Njáls saga þótti umdeild enda sýnir hún eingöngu bókina brenna. Hann stofnaði ásamt öðrum Íslensku kvikmyndasamsteypuna árið 1987. Þekktasta mynd hans er Börn náttúrunnar frá 1991 sem fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna. Friðrik hefur unnið tölvuvert með rithöfundunum Einari Má Guðmundssyni og Einari Kárasyni. Árið 2006 lék Friðrik aukahlutverk í mynd Lars von Triers Direktøren for det Hele.

Friðrik lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1976. Friðrik var framkvæmdarstjóri kvikmyndaklúbbs framhaldskólanna, Fjalakattarins.[1] Friðrik var mikill íþróttamaður og þótti hæfileikaríkur í fótbolta sem hann æfði með íþróttafélaginu Fram.[2] Friðrik var einn stofnenda Knattspyrnufélagsins Árvakurs. Árið 2019 kom út ævisaga Friðriks, Með sigg á sálinni eftir vin Friðriks til margra ára, Einar Kárason.[3][4]


Kvikmyndir

breyta
Ár Titill Titlaður sem Athugasemdir
Leikstjóri Framleiðandi Handritshöfundur
1975 Nomina Sunt Odiosa Stuttmynd
1981 Brennu-Njálssaga Stuttmynd
1981 Eldsmiðurinn Heimildarmynd
1982 Rokk í Reykjavík Heimildarmynd
1984 Kúrekar norðursins Heimildarmynd
1985 Hringurinn (80 mínútna hraðspólun eftir hringveginum)
1987 Skytturnar
1989 Flugþrá Stuttmynd
1990 Englakroppar Nei Stuttmynd
1991 Börn náttúrunnar
1992 Veggfóður: Erótísk ástarsaga Nei Nei
1994 Bíódagar
1995 Benjamín dúfa Nei Nei
1995 Einkalíf Nei Nei
1995 Á köldum klaka
1996 Draumadísir Nei Nei
1996 Djöflaeyjan Nei
1997 Blossi / 810551 Nei Nei
1997 Perlur og svín Nei Nei
1997 Stikkfrí Nei Nei
1997 Undirdjúp Íslands Nei Nei Heimildarmynd
1998 Vildspor Nei Nei
1999 Baráttan um börnin Nei Nei
1999 Myrkrahöfðinginn Nei Nei
2000 Fíaskó Nei Nei
2000 Englar alheimsins Nei
2000 Óskabörn þjóðarinnar Nei Nei
2000 Íkingut Nei Nei
2000 On Top Down Under Nei Stuttmynd
2000 ERRÓ - norður-suður-austur-vestur Nei Nei Heimildarmynd
2001 No Such Thing Nei Nei
2001 Krossgötur Nei Nei Stuttmynd
2002 Fálkar
2004 Næsland Nei Nei
2004 Kaldaljós Nei Nei
2004 The Wager Nei Nei
2005 Bjólfskviða Nei Nei
2008 Reykjavík Rotterdam Nei Nei
2009 Sólskinsdrengurinn Nei Nei Heimildarmynd
2010 Mamma Gógó
2011 Lítill geimfari Nei Nei Stuttmynd
2011 Tími nornarinnar Nei Leikið sjónvarpsefni
2013 Hross í oss Nei Nei
2014 Leitin að Livingstone Nei Nei Stuttmynd
2015 Sjóndeildarhringur Nei Heimildarmynd
2016 Rúnturinn I Nei Nei Heimildarmynd
2018 Undir halastjörnu Nei Nei
2021 Alma Nei Nei

Tilvísanir

breyta
  1. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/352100/
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2022. Sótt 7. febrúar 2022.
  4. https://www.ruv.is/frett/rotadi-mann-med-franskbraudi-a-laugavatni

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.