Fjalakötturinn (kvikmyndaklúbbur)

Fjalakötturinn var kvikmyndaklúbbur sem hóf starfsemi veturinn 1975-1976 og starfaði fram á níunda áratug 20. aldar. Það var Kvikmyndaklúbbur menntaskólanna, sem í voru nemendur Menntaskólans við Tjörnina, Menntaskólans við Hamrahlíð og Menntaskólans í Reykjavík sem hóf samstarf við stúdenta í Háskóla Íslands og stofnuðu saman Fjalaköttinn. Klúbburinn stóð fyrir reglulegum kvikmyndasýningum í Tjarnarbíói. Fjalakötturinn kenndi sig við hið horfna hús Fjalaköttinn sem stóð við Aðalstræti 8. Friðrik Þór Friðriksson, sem var einn af stofnundum Fjalakattarins, var formaður félagsins á áttunda áratug 20. aldar.

Sunnudaginn 22. maí 2010 hófust aftur sýningar í nafni Fjalakattarins.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.