Forsetakjör á Íslandi

Almennar kosningar til að velja forseta Íslands

Forsetakjör á Íslandi fer alla jafna fram á fjögurra ára fresti. Kosningarétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar yfir 18 ára aldri sem eiga lögheimili á Íslandi. Íslenskir ríkisborgarar sem búsettir eru erlendis halda kosningarétti sínum í 16 ár frá brottflutningi lögheimils frá Íslandi en að þeim tíma liðnum geta þeir sótt um að vera á kjörskrá en sú skráning gildir til fjögurra ára í senn.

Forsetakjör hefur farið fram í 22 skipti en í 11 skipti hefur sitjandi forseti ekki fengið mótframboð og því verið sjálfkjörinn án atkvæðagreiðslu. Í fjögur skipti hefur sitjandi forseti fengið mótframboð en ávallt borið sigur úr býtum. Núverandi forseti íslands er Halla Tómasdóttir en hún var kjörinn forseti Íslands í forsetakosningunum 2024. Næstu forsetakosningar fara fram 2028.

Listi yfir forsetakjör

breyta
Ár Dagsetning Kjörskrá Kjörsókn Framboð Sigurvegari Fylgi
sigurvegara
Úrslit
1944 17. júní Kjörinn af Alþingi Sveinn Björnsson 30 af 52 þingmönnum
1945 1 Sveinn Björnsson Sjálfkjörinn
1949 1 Sveinn Björnsson Sjálfkjörinn
1952 29. júní &&&&&&&&&&&85877.&&&&&085.877 82,0% 3 Ásgeir Ásgeirsson 48,3%  
1956 1 Ásgeir Ásgeirsson Sjálfkjörinn
1960 1 Ásgeir Ásgeirsson Sjálfkjörinn
1964 1 Ásgeir Ásgeirsson Sjálfkjörinn
1968 30. júní &&&&&&&&&&112737.&&&&&0112.737 92,2% 2 Kristján Eldjárn 65,6%  
1972 1 Kristján Eldjárn Sjálfkjörinn
1976 1 Kristján Eldjárn Sjálfkjörinn
1980 29. júní &&&&&&&&&&143196.&&&&&0143.196 90,5% 4 Vigdís Finnbogadóttir 33,8%  
1984 1 Vigdís Finnbogadóttir Sjálfkjörin
1988 26. júní &&&&&&&&&&173829.&&&&&0173.829 72,8% 2 Vigdís Finnbogadóttir 94,6%  
1992 1 Vigdís Finnbogadóttir Sjálfkjörin
1996 19. júní &&&&&&&&&&194705.&&&&&0194.705 85,9% 4 Ólafur Ragnar Grímsson 41,4%  
2000 1 Ólafur Ragnar Grímsson Sjálfkjörinn
2004 26. júní &&&&&&&&&&213553.&&&&&0213.553 62,9% 3 Ólafur Ragnar Grímsson 85,6%  
2008 1 Ólafur Ragnar Grímsson Sjálfkjörinn
2012 30. júní &&&&&&&&&&235743.&&&&&0235.743 69,3% 6 Ólafur Ragnar Grímsson 52,8%  
2016 25. júní &&&&&&&&&&244896.&&&&&0244.896 75,7% 9 Guðni Th. Jóhannesson 39,0%  
2020 27. júní &&&&&&&&&&252152.&&&&&0252.152 67,0% 2 Guðni Th. Jóhannesson 92,2%  
2024 1. júní &&&&&&&&&&266935.&&&&&0266.935 80,8% 12 Halla Tómasdóttir 34,1%  

Heimildir

breyta
  • Hagstofa Íslands
  • „Hversu oft er kosið um forseta?“. Vísindavefurinn.
  • Kosningasaga: Forsetakosningar