Forsögulegur tími

(Endurbeint frá Forsögulega tímabilið)

Forsögulegur tími er tímabil í jarðsögunni skilgreint sem sá tími sem ekki eru til ritaðar heimildir um. Sem dæmi eru risaeðlur sagðar hafa verið uppi á forsögulegum tíma og hellisbúar eru sagðir forsögulegt fólk.

Stonehenge í Bretlandi var reist á nýsteinöld fyrir um 4000 árum síðan.

Í víðum skilningi mætti segja að forsögulegur tími hafi byrjað þegar alheimurinn myndaðist en oftast er tímabilið sagt hafa byrjað þegar líf kviknaði á jörðinni.

Mannkynssögunni er skipt í sögulegan tíma og forsögulegan tíma. Skilin þar á milli miðast við upphaf ritaðra heimilda, sem komu ekki fram á sama tíma alls staðar. Því lýkur forsögulegum tíma í raun ekki alls staðar samtímis. Elstu ritaðar heimildir, fleygrúnir, eru frá Súmer, eða Mesópótamíu, frá því um 3000-3500 f.Kr. Þá hófst fornöld.

Þar sem forsagan er, samkvæmt skilgreiningu, tíminn fyrir ritaðar heimildir, notast menn við gögn úr fornleifafræði og steingervingafræði og sögulegum málvísindum og samanburðarmálfræði (Sjá grein um frum-indóevrópsku). Verkfæri, skartgripir og mannvirki eru dæmi um það, sem notast er við til að gera skil á sögu manna fyrir komu ritmáls. Forsögulega tímabilinu er skipt upp í minni tímabil, notast er við sömu tímabilsheiti og í jarðfræði fyrir komu mannsins. Þá er tímabilunum skipt í frumsteinöld, steinöld, nýsteinöld en svo líkur forsögu og almenn saga mannkyns tekur við.

Á Íslandi telst sá atburður forsögulegur sem gerðist fyrir landnám Íslands, það er að segja það var enginn til frásagnar um atburðinn og engar skriflegar heimildir til um hann.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
  • „Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?“. Vísindavefurinn.