Skartgripur

(Endurbeint frá Skartgripir)

Skartgripir eru smáir skrautlegir munir sem fólk setur á sig, svo sem nælur, hringar, hálsmen, eyrnalokkar og armbönd. Skartgrip má setja á líkamann eða festa við fatnað. Orðið er einkum haft um varanlega muni en ekki blóm eða annað forgengilegt skraut. Í nokkrar aldir hefur venjan verið sú að búa til skartgripi úr málmi og gimsteinum en önnur efni eins og skeljar og plöntuefni eru líka notuð. Skartgripir eru meðal elstu fornleifa sem fundist hafa, en sá elsti er 100.000 ára gömul hálsfesti úr sniglaskeljum.

Hengiskraut með rafi

Helstu form skartgripa eru misjöfn eftir menningarheimum en breytast ekki mikið í tíma. Til dæmis eru vestræn skartgripaform sem við þekkjum í dag mjög svipuð fornum skartgripum. Í öðrum menningarheimum hafa nef- og ökklaskartgripir gegnt stærri hlutverki en í vesturheimi.

Skartgripir eru búnir til úr fjölda ólíkra efna, en gimsteinar og svipuð efni eins og raf og kórall, eðalmálmar (oft gulli eða silfri), perlur og skeljar eru öll notuð víða um heim. Glerungur er líka mikilvægt efni í skartgripagerð. Skartgripir eru oft bornir sem stöðutákn eða gegna öðru táknrænu hlutverki. Fyrir suma hafa skartgripir trúarlega merkingu. Til eru skartgripir fyrir næstum alla líkamshluta, frá hárspennumtáhringum og jafnvel kynfæraskartgripir.

Skartgripir með demöntum voru sjaldgæfir í sögulegu samhengi, en eru nú algengir, hið minnsta á vesturlöndum. Þeir eru oft, dýrir, t.d. sem giftingarhringir, en ekki af því að demantar eru sjaldgæfir, því demantar eru í raun ekki sjaldgæfir, heldur af því að einokunarfyrirtækið De Beers (stofnað 1888 af heimsvaldasinnanum Cecil Rhodes) takmarkar framboð og hefur auglýst þá upp (sjá líka blóðdemantur).

Hefðir um það hvaða skartgripi fólk setur á sig eftir kyni og aldri eru mismunandi eftir löndum. Fullorðnar konur eru sá hópur sem setur flesta skartgripi á sig. Á vesturlöndum í dag bera karlar oftast færri skartgripi en konur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.