Flaggrýta
Flaggrýta (fræðiheiti: Solorina bispora) er fléttutegund af ættkvísl grýtna. Hún er ein fimm tegundum grýtna sem vaxa á Íslandi.[1]
Flaggrýta | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Flaggrýta (Solorina bispora) í Tatra-fjöllum í Póllandi.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Ekki metið
(IUCN)
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Solorina bispora Nyl. |
Lýsing
breytaFlaggrýta hefur marga mjóa bleðla, oftast 3-8 mm í þvermál, sem bera yfirleitt aðeins eina askhirslu, 1-4 mm að breidd, í miðju bleðilsins. Efra borð bleðlanna er grátt, grábrúnt eða grænleitt en grænna þegar það er blautt. Neðra borðið er hvítleitt eða ljósbrún. Á rætlingum sjást hnyðlur þegar þalið er blautt. Askgróin eru stór, 70-120 x 30-45 µm, brún og tvíhólfa.[1]
Greina má flaggrýtu frá öðrum grýtum á Íslandi á því að einungis tvö gró eru í hverjum aski.[2]
Útbreiðsla og búsvæði
breytaÁ heimsvísu finnst flaggrýta á Norðurheimskautasvæðinu, um Norður-Ameríku og Evrasíu,[3] þar á meðal í Færeyjum[4]
Á Íslandi er flaggrýta er algeng um allt land[1][5] nema helst á Vestfjörðum.[1] Búsvæði flaggrýtunnar er í mold, flögum, flagmóum og öðru snöggrónu mólendi, utan í bökkum, klettabeltum, giljum[1] eða utan í blásnum þúfum.[5] Hún finnst jafnt á láglendi sem upp til fjalla að 1300 metrum yfir sjávarmáli. Hæst á Íslandi finnst hún á Kerlingu við Glerárdal í Eyjafirði í 1530 metra hæð.[1]
Efnafræði
breytaEngar fléttusýrur eru þekktar úr flaggrýtu. Þalsvörun flaggrýtunnar er K- eða K+ fölgul, C-, KC- P-.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
- ↑ Hörður Kristinsson (1967). Íslenskar engjaskófir. Flóra: Tímarit um íslenzka grasafræði, 2(1): 65-76.
- ↑ Rambold G. (ritstj.) (2019). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes (útgáfa Des 2015). Í: Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 29. Janúar 2019[óvirkur tengill] (Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., ritstj.). Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-8858.
- ↑ Alstrup, V., Christensen, S., Hansen, E. S., & Svane, S. (1994). The lichens of the Faroes. Fróðskaparrit, 40: 61-121.
- ↑ 5,0 5,1 Starri Heiðmarsson (án árs). Flaggrýta (Solorina bispora). Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 5. febrúar 2019.