Engjaskófarbálkur

(Endurbeint frá Peltigerales)

Engjaskófarbálkur (latína: Peltigerales) er ættbálkur fléttna sem tilheyrir flokki diskfléttna (Lecanoromycetes) undir asksveppum. Flokkun engjaskófarbálks hefur tekið tíðum breytingum undanfarið og hefur hann oft verið talinn tilheyra diskfléttubálki. Í engjaskófarbálki eru nú tveir undirættbálkar, sjö ættir og um 45 ættkvíslir.

Engjaskófarbálkur
Himnuskóf (Peltigera membranacea) hefur blaðkennt vaxtarlag.
Himnuskóf (Peltigera membranacea) hefur blaðkennt vaxtarlag.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Engjaskófabálkur (Peltigerales)
Undirættbálkar og ættir

Undirættbálkur Collematineae

Undirættbálkur Peltigerineae

Sveppirnir mynda fléttur í samhjálpssambandi við einn eða tvo ljósbýlinga sem eru ýmist blágrænar bakteríur eins og Nostoc eða grænþörungur eins og Coccomyxa. Flestar tegundir innihalda aðeins blágrænar bakteríur, sumar hafa bæði blágrænar bakteríur og grænþörunga á meðan aðeins örfáar tegundir hafa bara grænþörung. Sumar tegundir geta verið breytilegar í útliti eftir því hvaða ljósbýling þær hýsa og gat það valdið misræmi í flokkun tegunda áður fyrr.

Vaxtarform fléttna af engjaskófarbálki er fjölbreytt þar sem ættbálkurinn inniheldur blaðfléttur, runnfléttur og hreisturfléttur. Þal fléttnanna festist við undirlagið með rætlingum. Thallusinn festist við yfirborð með litlum rótarlikum rhizines.

Fléttur af engjaskófarbálki finnast víðsvegar um heiminn. Þær vaxa helst á berki, mosa, jarðvegi eða grjóti í skóglendi. Mestur er breytileikinn á Norðurhveli fyrir utan ættina Lobariaceae sem er fjölbreyttust á Suðurhveli jarðar.

Fléttur sem tilheyra undirættbálkinum Peltigerineae framleiða margvísleg fylgiumbrotsefni, sem sum hver eru nytsamleg fyrir menn, ýmist í læknavísindum eða sem litarefni. Dæmi um notkun slíkra fléttna áður fyrr eru notkun hundaskófar (Peltigera canina) sem meðferð við hundsbiti frá óðum hundi og lungnaskóf (Lobaria pulmonaria) sem meðferð við lungnasjúkdómum, þar sem fléttan þótti líkjast lunga í útliti.

Tilvísanir

breyta
  • Gilbert, Oliver (2000) Lichens, HarperCollins, London.
  • Hibbett, David S.; Binder, M; Bischoff, JF; Blackwell, M; Cannon, PF; Eriksson, OE; Huhndorf, S; James, T; og fleiri (2007). „A higher-level phylogenetic classification of the Fungi“ (PDF). Mycological Research. 111 (Pt 5): 509–547. CiteSeerX 10.1.1.626.9582. doi:10.1016/j.mycres.2007.03.004. PMID 17572334. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 10. júní 2015.
  • Lumbsch, H. T.; Huhndorf, S.M. (2007). „Outline of Ascomycota – 2007“ (PDF). Myconet. 13: 1–58.
  • Miadlikowska, Jolanta; Lutzoni, François (2004). „Phylogenetic classification of peltigeralean fungi (Peltigerales, Ascomycota) based on ribosomal RNA small and large subunits“. American Journal of Botany. 91 (3): 449–464. doi:10.3732/ajb.91.3.449. PMID 21653401.
  • Miadlikowska, Jolanta; Kauff, F; Hofstetter, V; Fraker, E; Grube, M; Hafellner, J; Reeb, V; Hodkinson, BP; og fleiri (2006). „New insights into classification and evolution of the Lecanoromycetes (Pezizomycotina, Ascomycota) from phylogenetic analyses of three ribosomal RNA- and two protein-coding genes“. Mycologia. 98 (6): 1088–1103. doi:10.3852/mycologia.98.6.1088. PMID 17486983.