Glerárdalur er dalur suðvestur af Akureyri. Hann er mótaður af jöklum og má þar finna steingerðar plöntuleifar. Hluti hans er friðlýstur fólkvangur (frá 2016) eða 74,4 km2. Dalurinn er vinsælt útvistar- og fjallgöngusvæði. Tindarnir Súlur og Kerling tróna yfir dalnum og eru smájöklar í kring. Glerá rennur niður dalinn.

Glerárdalur.

Tengill

breyta