Finnska vísindaakademían
Finnska vísindaakademían – (finnska: Suomalainen Tiedeakatemia; latína: Academia Scientiarum Fennica) – er finnskt vísindafélag, stofnað 1908 sem finnskumælandi mótvægi við Finnska vísindafélagið, sem var sænskumælandi og hafði starfað frá 1838.
Starfsemi og útgáfa Breyta
Í Finnsku vísindaakademíunni er rúm fyrir 328 finnska félagsmenn. Þegar félagsmaður nær 65 ára aldri, losnar sæti hans fyrir nýja félaga, en hann heldur félagsaðild til dauðadags. Akademían skiptist í tvær deildir: Raunvísindadeild (189 sæti) og hugvísindadeild (139 sæti).
Finnska vísindaakademían hefur gefið út árbók frá 1977. Einnig gefur akademían út vísindarit af ýmsu tagi, nú síðari árin í samvinnu við Finnska vísindafélagið:
- Annales Academiae Scientiarum Fennicae, sem skiptist í fjóra flokka:
- Mathematica. Alþjóðlegt tímarit í stærðfræði, kemur út tvisvar á ári.
- Mathematica Dissertationes. Merkar doktorsritgerðir í stærðfræði, birtast sem fylgirit með tímaritinu.
- Geologica - Geographica. Kemur út óreglulega.
- Humaniora. Röð sérrita með rannsóknum í sagnfræði, málfræði og listfræði, með sérstaka áherslu á finnsku og finnska menningu, 5-8 bindi á ári.
- Folklore Fellows’ Communications (FFC) – ritröð um þjóðtrú og þjóðsögur, þjóðfræði, trúarbrögð og mannfræði. Að jafnaði koma út 2–5 bindi á ári.
Síðastnefnda ritröðin nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, enda hafa Finnar staðið framarlega á sviði þjóðsagnarannsókna. Rit Einars Ól. Sveinssonar: Verzeichnis isländischer Märchenvarianten, mit einer einleitenden Untersuchung, Helsinki 1929, kom út sem 83. bindi í FFC.
Sjá einnig Breyta
Heimild Breyta
- Fyrirmynd greinarinnar var „Finska Vetenskapsakademien“ á sænsku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. október 2009.
Tenglar Breyta
- Vefsíða Finnsku vísindaakademíunnar Geymt 2012-05-19 í Wayback Machine, á ensku.
- Vefsíða Folklore Fellows' Communications Geymt 2009-08-22 í Wayback Machine