Finnska vísindaakademían

Finnska vísindaakademían – (finnska: Suomalainen Tiedeakatemia; latína: Academia Scientiarum Fennica) – er finnskt vísindafélag, stofnað 1908 sem finnskumælandi mótvægi við Finnska vísindafélagið, sem var sænskumælandi og hafði starfað frá 1838.

Starfsemi og útgáfa

breyta

Í Finnsku vísindaakademíunni er rúm fyrir 328 finnska félagsmenn. Þegar félagsmaður nær 65 ára aldri, losnar sæti hans fyrir nýja félaga, en hann heldur félagsaðild til dauðadags. Akademían skiptist í tvær deildir: Raunvísindadeild (189 sæti) og hugvísindadeild (139 sæti).

Finnska vísindaakademían hefur gefið út árbók frá 1977. Einnig gefur akademían út vísindarit af ýmsu tagi, nú síðari árin í samvinnu við Finnska vísindafélagið:

Síðastnefnda ritröðin nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, enda hafa Finnar staðið framarlega á sviði þjóðsagnarannsókna. Rit Einars Ól. Sveinssonar: Verzeichnis isländischer Märchenvarianten, mit einer einleitenden Untersuchung, Helsinki 1929, kom út sem 83. bindi í FFC.

Sjá einnig

breyta

Heimild

breyta

Tenglar

breyta