Fennóskandía
Fennóskandía er (finnska: Fennoskandia; norska og sænska: Fennoskandia; rússneska: Фенноскандия / Fennoskandiya) er það svæði sem nær yfir Skandinavíuskaga, Finnland, Karelíu og Kólaskaga. Löndin sem þetta svæði snertir eru því Finnland, Noregur, Svíþjóð og hluti Rússlands.
Orðið á rætur sínar að rekja til latnesku orðanna Fennia „Finnland“ og Scandia „Skandinavía“. Það var fyrst notað árið 1900 af finnska jarðfræðingnum Wilhelm Ramsay[1].
Fennóskandía hefur verið samkomustaður ýmissa norðurevrópskra þjóða, en Samar, Finnar, Svíar, Norðmenn og Rússar hafa allir löngu búið á svæðinu.
Tilvísanir
breyta- ↑ De Geer, Sten (1928). „Das geologische Fennoskandia und das geographische Baltoskandia“. Geografiska Annaler (þýska). 10 (1–2): 119–139. doi:10.1080/20014422.1928.11880473.
Ítarefni
breyta- Geological Map of the Fennoscandian Shield Geymt 14 júní 2015 í Wayback Machine