FC Rostov
FC Rostov er Rússneskt knattspyrnufélag með aðsetur í Rostov við Don . Þeir leikar í Úrvalsdeild Rússlands og Spila heimaleiki sína á Rostov Arena.
Футбольный клуб Ростов (Knattspyrnufélagið Rostov) | |||
Fullt nafn | Футбольный клуб Ростов (Knattspyrnufélagið Rostov) | ||
Stofnað | 10.mars 1930 | ||
---|---|---|---|
Leikvöllur | Rostov-Leikvangurinn | ||
Stærð | 45.000 | ||
Stjórnarformaður | Artashes Arutyunyants | ||
Knattspyrnustjóri | Valeri Karpin | ||
Deild | Premier Liga | ||
2022/23 | ?.sæti | ||
|
Saga
breytaFélagið var stofnað 10 Maí árið 1930, og var fyrst skýrt Selmashstroy (Сельмашстрой). Félagið var síðan skýrt Selmash árið 1936 og Traktor árið 1941. Þeir spiluðu lengi vel í neðri deildum Sovétríkjanna, enn árið 1964, sigruðu þeir Terek Grozny 2–0 í umspilsleik, og tryggðu sér sæti í Sovésku 1.deildinni. Árið eftir urðu þeir neðstir í deildinni enn sluppu við fall vegna þess að liðum var fjölgað í deildinni. Þeir féllu þó aftur og komust ekki aftur upp um deild fyrr enn árið 1985, þegar þeir komust upp um deild í gegnum umspil. Á loka ári Sovétríkjanna árið 1991, luku þeir keppni í 4.sæti sem tryggði þeim sæti í úrvalsdleild, nýstofnaðrar Rússnesku Úrvalsdeildarinnar. Eftir nokkur erfið ár í fallbaráttu enduðu þeir þó með að falla aftur niður um deild. Þeir komust þó beint upp árið 1994, árið 2003, skiptu þeir yfir í það nafn sem þeir heita núna FC Rostov, og komust í úrslitaleik bikarkeppninar þar sem þeir töpuðu fyrir Spartak Moskvu 1-0.[1]. Árið 2007 féllu þeir aftur niður um deild, enn tókst aftur að koma sér beint upp í úrvalsdeild á fyrsta ári. Árið 2014 sigruðu þeir bikarkepnnina eftir að hafa borið sigur úr bítum 6-5 eftir vítaspyrnukeppni, gegn Kuban Krasnodar. Og komust þar með beint inní riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða . Þeir voru þó reknir úr keppninni í maí árið 2014 fyrir að brjóta fjármálareglur.[2]
Árið 2014 varKurban Berdyev ráðinn þjálfari, Undi hans stjórn hélt liðið sæti sínu í Premier Liga. leiktíðina 2016/17 tókst þeim að tyggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, eftir að hafa náð 2.sæti í deild. Þa slóu þeir út RSC Anderlecht, og næstu umferð slóu þeir nokkuð óvænt Ajax úr keppni. Þá tók við riðlakeppnin þar sem þeir lent í erfiðum riðli með Bayern Munich, Atlético Madrid aog PSV Eindhoven,[3] Þar tókst þeim að tryggja sér sinn fyrst sigur í Meistaradeild Evrópu þegar þeir sigruðu nokkuð óvæntFC Bayern München 3–2.[4]
Árið 2017 var Leonid Kuchuk ráðinn sem nýr þjálfari á 1.árs samning, með möguleika á framlengingu.[5] Nýlega vegna aðstæðna hafa þeir neyðst til að nota leikmenn úr eigin ungmenna starf, og léku nýlega á yngsta byrjunarliði í sögu Premier Liga. Rostov töpuðu 10–1, enn ungu leikmönnunum var samt sem áður hrósað fyrir framistöðu sína og var hin 17.ára gamli markvörður Denis Popov valinn maður leiksins eftir að hafa varið vítaspyrnu og bjargað oft hetjulega í markinu,[6]
Íslendingar sem hafa spilað með félaginu
breytaTenglar
breyta- ↑ „Russian Cup 2003“. RSSSF.com. Sótt 24. september 2012.
- ↑ „Spartak Moscow will replace FC Rostov“. www.espnfc.com. ESPN. Sótt 16. júní 2014.
- ↑ „UEFA Champions League group stage draw“. UEFA.com. UEFA. Sótt 25. júlí 2016.
- ↑ „FC Rostov 3–2 Bayern Munich“. bbc.co.uk. BBC Sport. 23. nóvember 2016. Sótt 24. nóvember 2016.
- ↑ „Леонид Кучук – новый главный тренер Ростова“. fc-rostov.ru (rússneska). FC Rostov. 9. júní 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 júní 2017. Sótt 9. júní 2017.
- ↑ „Заслуженная награда реально лучшему игроку этого матча“ (rússneska). FC Rostov. 19. júní 2020.