Björn Bergmann Sigurðarson
Björn Bergmann Sigurðarson (fæddur 26. febrúar 1991) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar með Molde FK. Björn er hálfbróðir Bjarna, Þórðar og Jóhannesar Karls Guðjónssona.
FerillBreyta
Björn hóf ferilinn með ÍA en fór síðar út til Noregs og lék með Lilleström 2009-2012. Árið 2012 fór hann til Wolverhampton Wanderers á Englandi og var þar til 2016. Hann sneri svo aftur til Noregs (Molde). Árið 2017 var hann valinn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar [1].
Björn hefur leikið með íslenska karlalandsliðinu frá 2011, hefur spilað sjö leiki og skorað eitt mark.
TilvísanirBreyta
- ↑ Björn Bergmann bestur í norsku deildinni Vísir, skoðað 27. nóvember, 2017.