Fáskrúðsfjarðarkirkja

Fáskrúðsfjarðarkirkja er kirkja sem byggð var í Búðahreppi á Fáskrúðsfirði en árið 1913 ákváðu íbúar hreppsins að stofna nýjan söfnuð og byggja kirkju. Rögnvaldur Ólafsson arkitekt, þáverandi húsameistari ríkisins teiknaði kirkjuna, sem er dæmigerð krosskirkja. Hún var vígð á uppstigningadag árið 1915. Árið 1998 var reist safnaðarheimili við austurenda hennar. Þar er skrifstofa sóknarprests, salur til fundahalda auk geymslulofts. Altaristafla kirkjunnar (Jesú blessar börnin) er máluð af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal. Í kirkjunni er pípuorgel frá 1989, smíðað af Björgvin Tómassyni. Skírnarfonturinn er skorinn út af Wilhelm Beckmann 1942. Minnisvarði um látna sjómenn er á lóð kirkjunnar. Fáskrúðsfjarðarsókn og Kolfreyjustaðarsókn hafa verið sameinaðar og nefnist í dag Kolfreyjustaðarprestakall.