Evfemía af Pommern

Evfemía af Pommern (128526. júlí 1330) var hertogadóttir frá Pommern, sem var drottning Danmerkur 1320-1326 og aftur frá 1329 þar til hún lést ári síðar.

Lágmynd á gröf Evfemíu drottningar í Sórey.

Evfemía var dóttir Bogislavs 4., hertoga af Pommern, og seinni konu hans, Margrétar af Rügen. Hún giftist Kristófer, næstelsta syni Eiriks klippings Danakonungs, líklega skömmu eftir 1300, og eignaðist með honum eina dóttur og þrjá syni sem upp komust. Hjónabandið var án efa sprottið af pólitískum rótum og ætlað að styrkja tengsl Danmerkur við Pommern.

Þegar Eiríkur menved, bróðir Kristófers, dó í nóvember 1319 og átti ekki börn á lífi var ekki sjálfgefið að Kristófer erfði krúnuna en árið 1320 samþykktu danskir ráðamenn þó að gera hann að konungi og Evfemía varð þá drottning. Sama ár fæddi hún yngsta son sinn, Valdimar. Árið 1326 var Kristófer steypt af stóli og fjölskyldan fór í útlegð. Kristófer var þó aftur tekinn til konungs 1329 en hafði engin raunveruleg völd. Evfemía dó árið 1330 er grafin í klausturkirkjunni í Sórey.

Heimildir breyta