Eugene Bullard

fyrsti bandaríski blökkumaðurinn sem varð herflugmaður

Eugene Jacques Bullard (9. okt. 1895 – 12. okt.1961), fæddur Eugene James Bullard, var fyrsti bandaríski blökkumaðurinn sem varð herflugmaður.[1][2] Bullard var einn af fáum svörtum orrustuflugmönnum í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann var einnig hnefaleikamaður og djasstónlistarmaður. Í Frakklandi fékk hann gæluheitið „L'Hirondelle noire“ sem á íslensklu þýðir Svarta svalan.

Eugene Bullard
Fæddur9. október 1895
Dáinn12. október 1961 (66 ára)
ÞjóðerniBandarískur og franskur
MakiMarcelle Straumann
Börn2
Undirskrift

Uppvöxtur

breyta

Bullard fæddist í Columbus, í Georgíufylki, hann var sjöunda barnið í 10 manna systkinahópi. Foreldrar hans voru William Bullard og Josephine Thomas. Forfeður hans í föðurætt höfðu verið hnepptir í þrældóm í Georgíu og Virginíu, samkvæmt bandarískum manntalsskrám.[3] [4] [5] [6]

Kynþáttahatur var mikið á æskuslóðum Bullards og fór hann ekki varhluta af því. Er Bullard var einungis barn að aldri, varð hann vitni að því er æstur múgur ætlaði sér að hengja föður hans án dóms og laga. Faðir hans sagði honum frá landi í Evrópu þar sem þrælahald hafði verið afnumið og svartir höfðu nánast sömu réttindi og hvítir. Þetta var Frakkland og Bullard varð harðákveðinn í því að komast þangað.

Árið 1912 komst hann til Norfolk í Virginíufylki og gerðist laumufarþegi á þýsku flutningaskipi sem var á leið til Aberdeen í Skotlandi. Hann kom sér þaðan til og áfram til Lundúna. Til að hafa ofan af fyrir sér, stundaði hann hnefaleika. Honum gafst tækifæri til að fara í keppnisferð til Frakklands, landsins sem hann hafði alltaf dreymt um að heimsækja. Í kjölfarið settist hann að í Frakklandi. Hann stundaði áfram hnefaleika og vann í næturklúbbi.

Fótgönguliði í útlendingahersveitinni

breyta

Í ágúst 1914 hófst fyrri heimsstyrjöldin. Bullard vildi berjast fyrir sitt nýja heimaland en erlendir sjálfboðaliðar voru sjálfkrafa sendir í frönsku útlendingahersveitina.[7]

Eftir dvöl í þjálfunarbúðum var Bullard gerður að vélbyssuskyttu í útlendingahersveitinni árið 1915. Hann tók þátt í bardögum við Somme, Champagne og Verdun, þar sem hann særðist alvarlega 5. mars 1916. Hann var heiðraður fyrir hetjulega framgöngu og sæmdur heiðursmerkinu Herkrossinum (fr: Croix de Guerre).

Á meðan Bullard var að ná sér af meiðslum sínum lærði hann að fljúga flugvélum. Er hann var aftur bardagafær bað hann um flutning til flughersins með það að markmiði að verða skytta. Í kjölfarið fór hann í gegnum fyrstu flugþjálfun sína í Châteauroux og fékk flugmannsskírteini númer 6950 frá Aéro-Club de France þann 5. maí 1917.[8][9] 28. júní 1917 var Bullard gerður að korporál . [8] Þann 27. ágúst gekk hann til liðs við Escadrille N.93 og flaug þar vélum af tegundinni Nieuport og Spad.

Hann fór í meira en tuttugu árásaferðir og var talinn hafa skotið niður nokkrar óvinavélar. Þó tókst aldrei að fá það formlega staðfest.[10]

Þeggar Bandaríkin gerðust þátttakendur í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1917, óskaði Bullard eftir að fá að ganga í bandaríska flugherinn. Honum var neitað vegna húðlitar síns. Heimsstyrjöldinni lauk með uppgjöf Þýskalands í nóvember 1918 og Bullard var leystur frá herþjónustu skömmu seinna.

Fyrir þjónustu sína í fyrri heimsstyrjöldinni var Bullard sæmdur frönsku heiðursorðunum Herkrossinum (Croix de guerre), Herorðunni (Médaille militaire) og Heiðursorðu sjálfboðaliða (Croix du combattant volontaire 1914–1918). [11] [12]

Bullard keypti sér trommusett og reyndist ansi liðtækur spilari. Hann hafði ofan af fyrir sér næstu árin sem djasstrommuleikari á næturklúbbi. Hljómsveitin ferðaðist víða og fór meðal annars til Egyptalands. Þar lét Bullard ekki kjuðana nægja, heldur setti á sig boxhanskana og keppti í tveimur keppnum. Árið 1928 keupti hann næturklúbbinn „Le Grand Duc“, þangað komu margir frægir listamenn sem Bullard vingaðist við, þar á meðal Josephine Baker, Louis Armstrong, Langston Hughes og franska flughetjan Charles Nungesser . Hann varð að lokum eigandi annars næturklúbbs, „L'Escadrille“. Frægð Bullard í Montmartre var slík að talið er að Ernest Hemingway hafi byggt eina sögupersónu sína í bókinni The Sun Also Rises á Bullard. [13]

Árið 1923 kvæntist hann hinni frönsku Marcelle Straumann en hún var komin af auðugum ættum. Þau skildu árið 1935 og Bullard fékk forræði yfir börnum þeirra, Jacqueline og Lolitu. [14] [15]

Síðari heimsstyrjöld

breyta

Árið 1939 skall heimsstyrjöldin síðari á. Bullard var góður málamaður og hafði meðal annars lært þýsku. Ekki var óalgengt að þýskir diplómatar kæmu á næturklúbb Bullards og bað franska leyniþjónustan hann um að um að fylgjast með þeim og draga upp úr þeim leyndarmál, ef einhver væru. Bullard féllst á það.

Þýskaland gerði innrás í Frakkland 1940. Bullard bauð sig þegar fram og barðist með 51. fótgönguliðssveit við Orléans í júní 1940. Hann særðist í bardaga en slapp að lokum frá Frakklandi og komst til Bandaríkjanna.

Ævilok í Bandaríkjunum

breyta
 
Bullard á efri árum. Um öxlina er hann með heiðursband Croix de Guerre, heiðursmerki 170. fótgönguliðshersveitar, og húfu franskra bardagasveita.

Þó Bullard hafi verið vel þekktur í Frakklandi, var hann öllum ókunnugur í sínu upprunalega heimalandi. Sín síðustu starfsár var hann lyftuvörður í Rockefeller miðstöðinni. Árið 1959 birtist þó við hann sjónvarpsviðtal sem vakti töluverða athygli.

Bullard lést úr magakrabbameini þann 12. október 1961, 66 ára að aldri. [1] Hann var greftraður að hermannasið hernaðarheiður í franska hermannareit Flushing-kirkjugarðsins í Queens- hverfinu í New York. Vinur hans Louis Armstrong er grafinn í sama kirkjugarði.

 
Bullard við gröf óþekkta hermannsins í París árið 1954.
 
Veggskjöldur með mynd af Bullard í frægðarhöll flugmanna í Georgíu.
 
Stytta af Eugene Bullard í flugsafninu í borginni Warner Robins í Georgíu.

Bullard fékk Alls 14 heiðursmerki og orður frá ríkisstjórn Frakklands.[9] Árið 1954 buðu frönsk stjórnvöld honum til Parísar þar sem hann var einn þriggja sem voru valdir til að tendra hinn eilífa loga við gröf óþekkta hermannsins undir Sigurboganum.[15] Árið 1959 var hann gerður að Chevalier (riddara) í Légion d'honneur .[15] Það var Charles de Gaulle hershöfðingi sem sæmdi hann heiðurstitlinum og kallaði hann um leið „veritable héros français“ („sannkölluð frönsk hetja“).[16]

Einn þáttur íslenska hlaðvarpsins Draugar fortíðar er helgaður Eugene Bullard.[17]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Eugene Bullard, Ex-Pilot, Dead. American Flew for French in '18“. The New York Times. 14. október 1961. Sótt 17. nóvember 2012. „Eugene Jacques Bullard of 10 East 116th Street, a Negro flier who was honored in France for ...“
  2. Harris, Henry Scott (2012). All Blood Runs Red: Life and Legends of Eugene Jacques Bullard: First Black American Military Aviator. NOOK Book (eBook): eBookIt.com. ISBN 9781456612993.
  3. Buckley, Gail Lumet (2002). American Patriots: The Story of Blacks in the Military from the Revolution To Desert Storm. Random House Trade Paperbacks. bls. 169. ISBN 0375760091. Sótt 8. maí 2015.
  4. Sutherland, Jonathan (2004). African Americans at War: An Encyclopedia, Volume 1. bls. 119. ISBN 1576077462. Sótt 8. maí 2015.
  5. Bielakowski, Alexander M., ritstjóri (2013). Ethnic and Racial Minorities in the U.S. Military: An Encyclopedia, Volume 1. bls. 110. ISBN 9781598844276. Sótt 8. maí 2015.
  6. Martin, James B., ritstjóri (2014). African American War Heroes. bls. 33. ISBN 9781610693660. Sótt 8. maí 2015.
  7. Porch, Douglas. The French Foreign Legion: a complete history of the legendary fighting force. New York: Skyhorse Publishing, 2010.
  8. 8,0 8,1 http://www.memoiredeshommes.sga.defense.gouv.fr/lib_memh/php/fiche_popup.php?_Base=SHAA&_Lg=en&_Fiche=piAuUAJTbAOodBoBBGQ=&_C=1611228649. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  9. 9,0 9,1 Carnes, Mark C. American National Biography. New York: Oxford University Press, 2005, p. 53–55.
  10. Bailey, Frank W., and Christophe Cony. French Air Service War Chronology, 1914–1918: Day-to-Day Claims and Losses by French Fighter, Bomber and Two-Seat Pilots on the Western Front. London: Grub Street, 2001.
  11. Sutherland, Jonathan. African Americans at War: An Encyclopedia. Santa Barbara, Calif: ABC-CLIO, 2004, Vol. 1, p. 86–87.
  12. Venzon, Anne Cipriano. The United States in the First World War: An Encyclopedia. New York: Garland Pub, 1995, p. 110.
  13. Lloyd, Craig (2006). Eugene Bullard, Black Expatriate in Jazz-Age Paris. Athens, Georgia: University of Georgia Press. bls. 77–79, 90–92. ISBN 0-8203-2192-3.
  14. http://www.usaww1.com/Eugene-Bullard.php4. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  15. 15,0 15,1 15,2 https://airandspace.si.edu/stories/editorial/eugene-j-bullard. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  16. http://www.musee-legiondhonneur.fr/00_koama/visu_lh/index.asp?sid=320&cid=10884&cvid=10920&lid=2. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  17. Development, PodBean. „#45 Svarta svalan“. draugarfortidar.podbean.com (enska). Sótt 26. janúar 2022.