Sigurboginn

Sigurboginn (franska: Arc de Triomphe) er minnisvarði í París, Frakklandi og stendur hann í miðju Charles de Gaulle-torgs sem er einnig þekkt undir nafninu Place de l'Étoile eða Stjörnutorg. Torgið er við vestari enda Champs-Élysées. Sigurboginn var reistur til að heiðra þá sem börðust fyrir Frakkland sérstaklega í stríðum Napóleons. Á innanverðum boganum og efst á honum eru nöfn allra herforingjanna sem börðust svo og nöfn á öllum stríðunum. Undir boganum er gröf hins óþekkta hermanns.

Sigurboginn er eitt af táknum Parísarborgar
Sigurboginn

Sigurboginn er miðja hins Sögulega áss (L'Axe historique) en það er röð minnisvarða og breiðgatna á leið sem teygir sig frá hallargörðum Louvre að útjaðri Parísar. Minnisvarðinn var hannaður af Jean Chalgrin árið 1806 og á honum eru myndir sem sýna á víxl hetjuleg, nakin, frönsk ungmenni og skeggjaða þýska hermenn í herklæðum. Hönnunin lagði grunninn fyrir almenna minnisvarða með sigursælum, þjóðernissinnuðum skilaboðum, fram að fyrri heimsstyrjöld. Minnismerkið er 49,5 metra hátt, 45 metra breitt og 22 metrar á þykkt. Það er næst stærsti sigurbogi í heimi. Hönnun þess tók mið af hinum rómverska Arch of Titus. Sem dæmi um stærð Sigurbogans má nefna að þremur vikum eftir sigurgönguna í París 1919 sem markaði endalok fyrri heimstyrjaldarinnar, flaug Charles Godefroy á Nieuport flugvél sinni gegnum bogann og var atburðurinn festur á filmu í fréttaskoti.

ViðhaldBreyta

Í byrjun sjöunda áratungsins hafði kolasót svert minnisvarðinn mikið og á árunum 1965-1966 var Sigurboginn sandblásinn og hreinsaður vel. Árið 2007 mátti sjá að hann var farinn að dökkna á nýjan leik.

AðgengiBreyta

Aðgengi fyrir fótgangandi er um undirgöng. Mjög mikil og hættuleg umferð er á hringtorginu sem tengir breiðgöturnar umhverfis bogann og ekki er mælt með því að hætta sér út í hana. Ein lyfta er í Sigurboganum og með henni er hægt að komast á næstu hæð undir útsýnishæðinni sem er að utanverðu efst á minnisvarðanum. Þeim sem heimsækja bogann gefst kostur á að klifra upp 284 þrep til að komast efst upp á Sigurbogann eða að taka lyftuna og ganga því næst upp 46 þrep. Að ofan um dásamlegt útsýni yfir París, yfir tólf aðal breiðgöturnar sem liggja að Place de l´Étoile eða Stjörnutorginu og hringiðunni á hringtorginu umhverfis Sigurbogann. Til að komast að Sigurboganum er hægt er að nota neðanjarðarlestarkerfið (RER eða Métro) að viðkomustaðnum Charles de Gaulle – Etoile.

HeimildirBreyta

„Wikipedia“. Sótt 4. apríl 2008.


 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist