Einkunn
(Endurbeint frá Eink.)
Einkunn (skammstafað sem eink.) er fallorð sem stendur með öðru fallorði og lýsir því nánar. Einkunn myndar eina heild með fallorðinu. Einkunn getur staðið í öllum föllum (nefnifalli, þolfalli, þágufalli og í eignarfalli). Ef einkunn stendur í eignarfalli kallast hún eignarfallseinkunn.
Dæmi
breyta- Einkunn með frumlagi:
- Gamli bóndinn sló túnið.
- Einkunn með andlagi:
- Ég las skemmtilega bók.
- Einkunn með sagnfyllingu:
- Hann er fallegur drengur.
- Einkunn í forsetningarlið:
- Ég bý í stóra húsinu.
- Eignarfallseinkunn
- Dætur kaupmannsins eru ekki heima.
- Þetta er hundurinn þeirra.