Einar Ágústsson (23. september 192212. apríl 1986) var utanríkisráðherra Íslands (fyrir Framsóknarflokkinn) 14. júlí 1971 til 1. september 1978. Hann var sendiherra Íslands í Danmörku frá 1980 til æviloka.

Einar var sonur Ágústs Einarssonar kaupfélagsstjóra í Austur-Landeyjum og konu hans Helgu Jónasdóttur kennara og húsmóður. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1941 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1947.

Störf

breyta
  • Fulltrúi í fjármálaráðuneyti 1954–1957.
  • Sparisjóðsstjóri Samvinnusparisjóðsins frá stofnun hans 1. mars 1957 til 1963 og jafnframt fulltrúi forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga og forstöðumaður lífeyrissjóðs sambandsins til 1960.