Efnahagur Bretlands

Efnahagur Bretlands er eitt stærsta efnahagskerfi á Evrópu. Bretland er kapítalist þróað land. Efnahagskerfið er það sjötta stærsta í heimi að nafnverði landsframleiðslu og sjöunda stærsta miðað við kaupmáttarjöfnuð. Það er annað stærsta efnahagskerfi í Evrópusambandinu miðað við kaupmáttarjöfnuð og þriðja stærsta að nafnverði landsframleiðslu. Efnahagur Bretlands hefur dregist aftur úr Frakklandi sökum hruns bresks punds gegn evrunnar. Kaupmáttarjöfnuður landsins á mann er átjándi hæsti í heimi. Bretland er meðlimur í G8, Breska samveldinu, OECD, WTO og ESB.

Lundúnaborg er stærsta fjármálamiðstöð í heiminum.

Bretland var upphafsland iðnvæðingarinnar á 18. og 19. öld og var á þeim tíma drifkraftur í heimshagkerfinu. Með annarri iðnbyltinguninni undir lok 19. aldar tóku Bandaríkin við forystuhlutverkinu í efnahagskerfi heimsins. Heimsstyrjaldirnar tvær og fall breska heimveldsins á 20. öldinnni veiktu alþjóðlega stöðu Bretlands sem efnahagsveldis. Nú í byrjun 21. aldarinnar gegnir Bretland þó enn mikilvægu hlutverki í efnahag heimsins vegna mikillar landsframleiðslu og stöðu Lundúna sem einnar mikilvægustu fjármálamiðstöðvar í heimi.

Bretland er eitt alþjóðavæddasta land í heiminum. Höfuðborg landsins London er stórfelld fjármálamiðstöð fyrir alþjóðaviðskipta. Borgin er ein af þremur „stjórnmiðstöðvum“ fyrir efnahag heimsins (með New York og Tokyo). Bretland samanstendur af hagkerfum (í lækkandi stærð) Englands, Skotlands, Wales og Norður-Írlands. Árið 1973 varð Bretland meðlimur í Evrópubandalaginu sem er núna ESB eftir Maastrichtsáttmálinn árið 1993.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.