Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku

(Endurbeint frá EEP Africa)

Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður- og austurhluta Afríku (e. The Energy and Environment Partnership, EEP Africa) er fjárvörslusjóður sem rekinn er af Norræna þróunarsjóðnum. Hann styður við verkefni sem auka aðgengi að endunýjanlegri orku, þróun slíkra orkugjafa og fjárfestinga á því sviði, með sérstakri áherslu á fátæka, viðkvæma og afskipta hópa.

Mynd af fánum Norðurlandanna
EEP Africa er fjárvörslusjóður á vegum Norræna þróunarsjóðsins.

Frá stofnun árið 2010 hefur sjóðurinn haft að leiðarljósi framtíðarsýn um loftslagsbreytingaþolna og kolefnislausa framtíð. Sjóðnum er ætlað að styðja við Parísarsamkomulagið um loftslagsbreytingar og sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDG).

Framkvæmd breyta

Veittir eru styrkir til verkefna á frumstigi nýsköpunar, tækni og viðskiptaáætlana í 15 ríkjum í Suður- og Austur-Afríku. Á árunum 2010—2020 fjárfesti EEP Africa um 50 milljónum evra í 250 frumkvöðlaverkefnum. Sjóðurinn er rekinn af Norræna þróunarsjóðnum í samvinnu við Austurrísku þróunarstofnunina (ADA) og finnska utanríkisráðuneytið.[1]

Sterk áhersla Norræna þróunarsjóðsins[2] hefur skilað sér í lánastarfssemi og styrkveitingum til orkuverkefna í Afríku. Þannig eru 42 prósent orkuverkefna sem EEP Africa sjóðurinn hefur styrkt, undir leiðsögn afrískra kvenna.[3]

Ríki sem geta notið stuðnings breyta

Samstarfssjóður fjármagnar verkefni í eftirtöldum ríkjum:[4] Búrúndí, Esvatíní, Kenía, Lesótó, Malaví, Mósambík, Namibía, Rúanda, Tansanía, Úganda, Sambía, Seychelleseyjar, Simbabve, og Suður-Afríka. Að auki hafa verið styrkt svæðaverkefni sem ná yfir nokkur lönd.

Tenglar breyta


Tilvísanir breyta

  1. EEP Africa. „About EEP Africa“. NDF. Sótt 5. mars.
  2. Nordic Development Fund (NDF) (1. desember 2020). „NDF: Gender Equality Policy“ (PDF). Nordic Development Fund (NDF). Sótt 18. mars 2021.
  3. Nordic Development Fund (19. mars 2021). „NDF emphasises the strong link between gender equality and clean energy transition“. Nordic Development Fund. Sótt 19. mars 2021.
  4. EEP Africa (september 2020). „2020 EEP Africa Brochure“ (PDF). NDF/ EEP Africa. Sótt 6. mars 2021.