59°44′00″N 10°10′00″A / 59.73333°N 10.16667°A / 59.73333; 10.16667

Drammen
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Upplýsingar
Fylki Buskerud
Flatarmál
 – Samtals
366. sæti
137 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
10. sæti
63,000
0,46/km²
Borgarstjóri Tore Opdal Hansen
Þéttbýliskjarnar Drammen
Póstnúmer 3þús og eitthvað
Opinber vefsíða
Drammen við samnefndan fjörð.

Drammen er borg í Buskerud-fylki í Noregi. Íbúafjöldi var um 63.000 árið 2017 en um 150.000 bjuggu innan marka sveitarfélagsins. Í gegnum borgina rennur Drammenselva sem hefur verið lífæð hennar í gegnum tíðina. Borgin og áin eru stundum kölluð Dröfn á íslensku.

Drammen er vinabær Stykkishólms.

Hellaristur í Drammen eru taldar vera 6-7.000 ára gamlar. Þá var sjávarstaða hærri en hún er í dag, svo mannvistarleyfar voru nokkuð hátt í ásunum kringum borgina. Stærsta hellaristan sýnir elg og líffæri hans nokkuð vel.

Í raun byggðist Drammen þrjú aðskilin þorp; Bragernes, Strømsø og Tangen. Þessi þrjú sameiðustu þó árið 1811 sem Drammen eins og hún er í dag.

Þegar skógarhögg var sem mest í Buskerud rak timbrið niður Drammenselva niður að Drammensfirði, þar sem það var unnið, sagað og flutt til kaupandans. Í kringum Drammen var því mikil iðnaður í kringum sagirnar og pappírsframleiðslu.

Allt fram á 9. áratug síðustu aldar fór allt skolp óhreinsað í Drammenselva en nú hefur verið gerð breyting á, og er áin að breytast út skolp-æð með 300 m³/s í eina bestu laxveiðiá landsins.

Náttúra

breyta

Drammen liggur í dal milli tveggja ása og rennur Drammenselva í botni hans. Norðan við dalinn er Bragernesåsen og sunnan hans er Konnerudåsen. Í báðum ásum eru skíðasvæði sem eru opin frá desember fram í apríl.

Í Drammen er auðvelt að komast út í skóg og liggja þar stígar um allar trissur. Þessir stígar nýtast vel hvort sem er sumar eða vetur, enda eru troðnar skíðaleiðir um báða ásanna.

Stjórnmál

breyta

Borgarstjóri Drammen er Tore Opdal Hansen og situr hann fyrir Hægrimenn.

Heimild

breyta
  • Knudsen, Tor Adler og Sellæg, Jo. (1992). Drammen - Kort og godt. Brakar lokalhistoriks forlag. ISBN 82-91263-00-0.