Íslenskt fornbréfasafn

Íslenskt fornbréfasafn – (latína: Diplomatarium Islandicum) – er heildarútgáfa á íslenskum fornbréfum og skjölum frá elstu tímum fram undir 1590. Meginhluti skjalanna er frá því eftir 1250. Komin eru út 16 bindi. Útgáfan er stafrétt og á því máli sem bréfin eru skrifuð á. Ítarlegar skrár fylgja hverju bindi, um mannanöfn, staðanöfn og atriðisorð.

Fullur titill ritsins er: „Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga og aðrar skrár, er snerta Ísland eða íslenzka menn.“

Hið íslenska bókmenntafélag gaf fornbréfasafnið út. Fyrsta bindið kom út 1857–1876 og 16. bindið 1952–1972. Fyrstu fjögur bindin og hluti af því fimmta voru gefin út í Kaupmannahöfn, en eftir það fluttist útgáfan til Reykjavíkur, eftir að útgáfu- og fræðastarfsemi þar var orðin öflugri.

Eftirtaldir aðilar hafa unnið að útgáfunni, en fleiri hafa komið að nafnaskrárgerð:

Ákveðið var að gefa Bréfabók Guðbrands biskups út í sérstakri bók, og má líta á hana sem viðauka við Fornbréfasafnið:

  • Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, Rvík 1919–1942: Jón Þorkelsson og Páll Eggert Ólason sáu um útgáfuna.

Skjölunum er raðað í tímaröð innan hvers bindis, og því mynda hinar eldri bréfabækur ekki samfellda heild í útgáfunni. Einnig er nokkur skörun í tíma milli binda, þegar ný skjöl hafa komið í leitirnar.

Málið á flestum skjölunum er íslenska. Ýmis bréf, einkum þau sem varða kirkjumál eða samskipti við önnur lönd, eru á latínu.

Í 16. bindinu, sem Björn Þorsteinsson sá um, eru nær eingöngu birt ensk (og þýsk) skjöl sem snerta sögu Íslands á 15. og 16. öld. Björn gaf einnig út ritið: Enskar heimildir um sögu Íslendinga á 15. og 16. öld, Hið íslenska bókmenntafélag, Rvík 1969, og má líta á það sem skýringarrit með 16. bindi Fornbréfasafnsins.

Fornbréfasafnið eða Diplomatarium Islandicum (oft skammstafað DI) er ómissandi heimildasafn um sögu Íslands frá upphafi og fram yfir siðaskipti.

Heimildir

breyta
  • Íslenskt fornbréfasafn

Tenglar

breyta

Fyrstu ellefu bindin af Íslensku fornbréfasafni eru nú (2010) aðgengileg á vefsíðu Internet Archive:

Tengt efni

breyta