Dennis Hastert
John Dennis „Denny“ Hastert (2. janúar 1942) er bandarískur stjórnmálamaður. Hastert var þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir 14 kjördæmi Illinois frá 1987 til 2007. Frá 1999 til 2007 gegndi Dennis starfi þingforseta fulltrúadeildarinnar. Hastert er sá repúblikani sem hefur gengt starfi þingforseta hvað lengst.
Dennis Hastert | |
---|---|
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings | |
Í embætti 6. janúar 1999 – 3. janúar 2007 | |
Forveri | Newt Gingrich |
Eftirmaður | Nancy Pelosi |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 14. kjördæmi Illinois | |
Í embætti 3. janúar 1987 – 26. nóvember 2007 | |
Forveri | John Grotberg |
Eftirmaður | Bill Foster |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 2. janúar 1942 Aurora, Illinois, Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Jean Kahl (g. 1973) |
Börn | 2 |
Háskóli | North Central College Wheaton College, Illinois (BA) Northern Illinois University (MS) |
Undirskrift |
Hastert sagði af sér þingmennsku 26. nóvember 2007, en hann hafði þá verið bendlaður við nokkur spillingarmál. Hastert hafði þannig tengst víðfemu spillingarmáli Jack Abramoff, hann var sakaður um að hafa beitt völdum sínum í þinginu til að hagnast á óheiðarlegu landabraski í Illinois og fyrir að hafa hylmt yfir kynferðislegri áreitni repúblikanans Mark Foley gegn ungum karlkyns starfsmönnum þingsins.
Árið 2015 var Hastert ákærður fyrir að brjóta bankalög og ljúga að lögreglumönnum. Hann var sakaður um að hafa greitt mútufé til að hylma yfir eigin kynferðisbrot og um að stunda ólögleg gjaldeyrisviðskipti til að forðast skýrsluskil.[1] Í apríl næsta ár var Hastert dæmdur fyrir að greiða mútufé til að þagga niður „rað-barnaníð“ sem hann hafði gerst sekur um á árunum 1965 til 1981 á meðan hann vann sem þjálfari í barnaskóla.[2] Hastert var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi og til að fara í meðferð fyrir kynferðisglæpum. Honum var jafnframt gert að greiða 250 þúsund Bandaríkjadali í sérstakan sjóð til styrktar fórnarlömbum kynferðisglæpa.[3][4]
Dennis Hastert er sagður fyrirmyndin að persónunni Glen Allen Walken, þingforseta Bandaríkjaþings í sjónvarpsþáttunum The West Wing. Walken er leikinn af John Goodman.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Hastert fyrir dóm á fimmtudag“. mbl.is. 2. júní 2015. Sótt 3. júní 2021.
- ↑ „Þingforsetinn dæmdur fyrir „rað-barnaníð"“. mbl.is. 24. apríl 2016. Sótt 3. júní 2021.
- ↑ Þorvaldur Friðriksson (28. apríl 2016). „Fyrrverandi þingforseti dæmdur fyrir barnaníð“. RÚV. Sótt 3. júní 2021.
- ↑ Birgir Olgeirsson (27. apríl 2016). „Dómari kallaði fyrrverandi þingmann raðbarnaníðing“. Vísir. Sótt 3. júní 2021.
Fyrirrennari: Newt Gingrich |
|
Eftirmaður: Nancy Pelosi |