David Woodard

bandarískur rithöfundur, tónskáld og hljómsveitarstjóri

David James Woodard (/ˈwʊdɑːrd/; fæddur 6. apríl 1964) er bandarískur rithöfundur, tónskáld og hljómsveitarstjóri. Á tíunda áratugnum fann hann upp orðið prequiem, samsuða af preemptive (fyrirbyggjandi) og requiem (sálumessa), til þess að útskýra Búddistaiðkun hans sem var að semja tónlist til flutnings á meðan eða stuttu fyrir dauða þess sem hún er um.[1][2] Árið 2001, bauð Timothy McVeigh Woodard að flytja tónlist á meðan hann dó.[3]

David Woodard
Upplýsingar
FæddurDavid Woodard
6. apríl 1964
UppruniSanta Barbara, Kalifornía, BNA
StörfHljómsveitarstjóri
MakiSonja Vectomov
Börn2
Vefsíðadavidwoodard.com

Los Angeles memorial services, þar sem Woodard hefur verið stjórnandi eða tónlistarstjóri fyrir til dæmis borgaraþjónustu sem var haldin árið 2001 á Angels Flight togbrautinni sem heiðraði Leon Praport, sem dó í slysi, og Lola, slasaða ekkju hans.[4][5] Hann stjórnaði líka dýralífssálumessum, þar á meðal fyrir brúnan Kaliforníupelíkana á strönd þar sem hann hafði fallið niður.[6]

Woodard er þekktur fyrir eftirlíkingar sínar af Draumavélinni en það er lampi sem hefur mild hugbreytandi áhrif og hefur verið sýndur á listasöfnum um allan heim. Í Þýskalandi og Nepal er Woodard þekktur fyrir framlög sín til bókmenntatímaritsins Der Freund, þar á meðal skrif hans um karma innan dýrategundar, meðvitund plantna og Nueva Germania nýlenduna í Paragvæ.[7]

Menntun

breyta

Woodard var menntaður í The New School for Social Research og Kaliforníuháskóla í Santa Barbara.[8]

Nueva Germania

breyta

Árið 2003 var Woodard kosinn borgarfulltrúi í Juniper Hills (Los Angeles sýslu), Kaliforníu. Sem borgarfulltrúi lagði hann til systrasamband milli þeirra og Nueva Germania, Paraguay. Til þess að flýta fyrir áætlun sinni ferðaðist Woodard til fyrrum grænmetisætu / femínista draumalandsins og hitti þar borgarstjórann. Eftir þessa fyrstu heimsókn ákvað hann að hætta við en fann þarna efni fyrir framtíðarskrif. Það sem hann var sérstaklega áhugasamur um voru frumstæðu transhumanista hugmyndir hins íhugandi Richard Wagner og Elizabeth Förster-Nietzsche, sem ásamt eiginmanni sínum Bernard Förster stofnaði og bjó á nýlendunni á milli 1886 og 1889.[8]

 
Woodard og Burroughs með Draumavél, sirka 1997[9]

Frá 2004 til 2006 leiddi Woodard fólk í fjölmarga leiðangra til Nueva Germania, og vann þannig stuðning Varaforseta Bandaríkjanna Dick Cheney.[10] Árið 2011 veitti Woodard svissneska skáldsagnahöfundinum Christian Kracht leyfi til að gefa út persónulegar bréfaskriftir þeirra, sem að mestu leyti voru um Nueva Germania,[11] í tveimur bindum; University of Hanover, Wehrhahn Verlag.[12] Um bréfaskriftirnar sagði Frankfurter Allgemeine Zeitung, “[Woodard og Kracht] eyða mörkunum á milli lífs og lista.”[13] Der Spiegel hélt fram að fyrsta bindið, Five Years, Vol. 1,[14] væri “andlegt undibúningsverk” fyrir næstu skáldsögu sem Kracht skrifaði Imperium.[15]

Samkvæmt Andrew McCann, “Ferðaðist Kracht með Woodard til þess sem eftir var af staðnum, þar sem afkomendur upprunalegu landnemanna búa við harkalega skertar aðstæður. Eins og bréfaskriftirnar sýna, þá hafði Kracht fullnægt ósk Woodard um að efla menninguna í samfélaginu, og að byggja lítið Bayreuth Óperuhús á staðnum þar sem fjölskylduhús Elizabeth Förster-Nietzsche stóð einu sinni.”[16] Á undanförnum árum hefur Nueva Germania orðið að mildari áfangastað, með gistiheimili og tímabundið sögusafn.

Draumavél

breyta

Frá 1989 til 2007 byggði Woodard eftirlíkingar af Draumavélinni,[17] tæki sem Brion Gysin og Ian Sommerville bjuggu til sem er gataður sívalningur, úr kopar eða pappír, sem snýst um rafmagnslampa—þegar horft er á það með lokuð augu getur það valdið ofsjónum svipað og eiturefnavíma eða draumar.[18][19]

Eftir að hafa gefið William S. Burroughs draumavél fyrir sýningu hans Ports of Entry í LACMA árið 1996,[20][21] vingaðist Woodard við rithöfundinn og gaf honum “bóhem módel” (pappír) Draumavél í afmælisgjöf á 83 ára og síðasta afmæli hans.[22][23] Sotheby's seldi einkasafnara fyrri Draumavélina á uppboði árið 2002, og seinni vélin er í Spencer Museum of Art á láni frá búi Burroughs.[24]

Tilvísanir

breyta
  1. Carpenter, S., „In Concert at a Killer's Death“, Los Angeles Times, 9. maí 2001.
  2. Rapping, A., Portrett af Woodard (Seattle: Getty Images, 2001).
  3. Nafnlaus, „Leikið fyr­ir McVeigh“, Morgunblaðið, 11. maí 2001.
  4. Reich, K., „Family to Sue City, Firms Over Angels Flight Death“, Los Angeles Times, 16. mars 2001. Sett í geymslu frá frumritinu 27. september 2015.
  5. Dawson, J., Los Angeles' Angels Flight (Mount Pleasant, BNA: Arcadia Publishing, 2008), bls. 125.
  6. Manzer, T., „Pelican's Goodbye is a Sad Song“, Press-Telegram, 2. október 1998.
  7. Carozzi, I., „La storia di Nueva Germania“, Il Post, 13. október 2011.
  8. 8,0 8,1 Woodard, D., "Musica lætitiæ comes medicina dolorum", þýtt af S. Zeitz, Der Freund, Nr. 7, mars 2006, bls. 34–41.
  9. Chandarlapaty, R., „Woodard and Renewed Intellectual Possibilities“, í Seeing the Beat Generation (Jefferson, NC: McFarland & Company, 2019), bls. 142–146.
  10. Epstein, J., „Rebuilding a Home in the Jungle“, San Francisco Chronicle, 13. mars 2005. Geymt 9. október 2016.
  11. Schröter, J., „Interpretive Problems with Author, Self-Fashioning and Narrator“, í Birke, Köppe, ritstjórar, Author and Narrator (Berlin: De Gruyter, 2015), bls. 113–138.
  12. Woodard, D., „In Media Res“, 032c, sumar 2011, bls. 180–189.
  13. Link, M., „Wie der Gin zum Tonic“, Frankfurter Allgemeine Zeitung, 9. nóvember 2011.
  14. Kracht, C., & Woodard, Five Years (Hannover: Wehrhahn Verlag, 2011).
  15. Diez, G., „Die Methode Kracht“, Der Spiegel, 13. febrúar 2012.
  16. McCann, A. L., „Allegory and the German (Half) Century“ Geymt 9 október 2016 í Wayback Machine, Sydney Review of Books, 28. ágúst 2015.
  17. Allen, M., „Décor by Timothy Leary“, The New York Times, 20. janúar 2005. Geymt 22. apríl 2015.
  18. Woodard, Dagskrártexti, Program, Berlín, Nóvember 2006.
  19. Árið 1990 fann Woodard upp skáldaða hugbreytandi vél, Feraliminal Lycanthropizer, sem hefur víst andstæð áhrif Draumavélar.
  20. Knight, C., „The Art of Randomness“, Los Angeles Times, 1. ágúst 1996. Geymt 14. mars 2014.
  21. Bolles, D., „Dream Weaver“, LA Weekly, 26. júlí—1. ágúst 1996.
  22. U.S. Embassy Prague, „Literární večer s diskusí“, október 2014.
  23. Woodard, „Burroughs und der Steinbock“, Schweizer Monat, mars 2014, bls. 23.
  24. Spencer listasafnið, Dreamachine, Háskólinn í Kansas.

Tenglar

breyta