Daði ♂
Fallbeyging
NefnifallDaði
ÞolfallDaða
ÞágufallDaða
EignarfallDaða
Notkun núlifandi¹
Fyrsta eiginnafn 305
Seinni eiginnöfn 381
¹Heimild: þjóðskrá júlí 2007
Listi yfir íslensk mannanöfn

Daði er íslenskt karlmannsnafn.

Nafnið er séríslenskt og gamalt, og uppruni þess og merking er óljós en mögulegt er að það sé að keltneskum uppruna.[1][2]

Í Landnámu kemur fram Daði Bárðarson skáld sem er af írskum ættum og er hans í fornum heimildum getið sem Dagur og því mætti halda að Daði sé gælunafn fyrir nafnið Dagur.[1][2]

Mögulegt er að það tengist fornháþýska nafninu Tado, en sumir telja að það sé barnamál og fyrir „pabbi“. Tveir Daðar fyrirfinnast í Sturlinga sögu og í manntali 1703 voru 14 Daðar á Íslandi og flestir á vesturlandi og aðeins einn í Barðastrandarsýslu. Þeir voru langt af á milli 10 - 20 talsins á Íslandi (flestir á Dölum) en á síðari árum hefur nafnberum fjölgað gífurlega.[1][2]

Einnig er talið að það hafi upprunalega verið stytting á nafninu Davíð.

Dreifing á Íslandi breyta

Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.


Heimild breyta

  • „Mannanafnaskrá“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. nóvember 2006. Sótt 10. nóvember 2005.
  • „Old Norse Men's Names“. Sótt 6. nóvember 2007.
  • Þjóðskrá Íslands, nóvember 2005.
  1. 1,0 1,1 1,2 Íslenskt Mál 591. þáttur
  2. 2,0 2,1 2,2 Nöfn Barðstrendinga 1703-1845 OG að nokkru leyti fyrr og síðar