Dílaskarfur
Dílaskarfur (fræðiheiti: Phalacrocorax carbo) er 90-130 cm langur sjófugl sem vegur 2-4 kg. Dílaskarfur er staðfugl og verpir út um allan heim. Allt frá skerjum á Íslandi til hásléttuvatna Kasmír í 3500m hæð.
Dílaskarfur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Dílaskarfur
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Phalacrocorax carbo Linnaeus, 1758 |
Dreifing
breytaTegundin er mjög útbreidd og finnst víðsvegar um heim. Bæði við sjó og stöðuvötn. Aðalatriðið er að fiskur sé til staðar sem hann getur borðað. Stærsti hluti stofnsins finnst þó á Atlantshafi. Við strendur Vestur–Evrópu og suður við strendur Norður-Ameríku, Grænlands, Íslands og Færeyja
Útlit og fjölgun
breytaDílaskarfur er nokkuð dökkleitur, hálslangur stór sjófugl. Nafnið kemur frá hvítum dílum sem eru á báðum lærum hans. Fullorðinn fugl er alveg svartur en fær hvíta kverk og vanga á varptíma. Ungviðið er brúnleitt að ofan á fyrsta ári og ljóst að neðan. Á þriðja ári ættu fuglarnir að vera komnir í fullorðinsbúning.
Karlskarfurinn helgar sér varpsetur og sýnir sig fyrir kvenfuglinum með því að blaka vængjum. Þetta gerir hann til að ná athygli kvenfuglsins. Sambandið byrjar yfirleitt á því að þau heilsast með að gapa hvort á annað. Skarfurinn verpir 4-6 eggjum í skarfabyggðum, oftast á flötum gróðurlitlum skerjum. Hraukinn gera hjónin í sameiningu þar sem karlfuglinn sér um að útvega efnivið en konan sér um uppröðun. Stærðin getur verið allt að 1 m í þvermál og er að mestu gert úr þangi og sinu. Útungunartími er í kringum 4 vikur og halda ungar sig við hreiðrið í mánuð eftir að þeir verða fleygir. Í byrjun er fæðu ælt ofan í kok ungana. Þegar þeir hafa stækkað sækja þeir fæðuna sjálfir í gin foreldris.
Lífshættir
breytaDílaskarfur er félagslyndur á varptíma og mætir á varpstað snemma árs. Varpstaðir hans við Ísland eru við norðanverðan Faxaflóa og Breiðafjörð. Hann verpir eggjum í apríl og eggin klekjast í apríl. En 80% íslenska stofnsins er í Breiðafirði. Hann fer svo einn á ferðina utan varptíma. Pörin hittast síðan á sama stað ári seinna og byggja upp hraukinn og gera við frá árinu áður. Fylgst hefur verið með stofninum í yfir 40 ár og taldi hann um 2346 varppör árið 1995. Stofninn hefur farið stækkandi á síðustu árum og er í dag í kringum 5100 varppör. Dílaskarfur er fiskæta og étur aðallega botnfisktegundir. Marhnútur og koli er algeng fæða ásamt þorsk- og ufsaseiðum. Jafnræði er meðal skarfa og ver kvenfuglinn karla sína alveg jafnmikið og þeir verja kvenfuglana. Þau láta vel í sér heyra með hvæsi ef þeim líkar ekki ef einhver kemur nálægt þeirra svæði.
Hæfni
breytaDílaskarfur er góður flugfugl með kröftug en hæg vængjatök. Þegar hann flýgur í hóp notast hann stundum við oddaflug eða flýgur í halarófu. Einnig notar hann vængina þegar hann hleypur og mikið liggur við. Þannig nær hann mjög miklum hraða. Dílaskarfur er einnig ágætur sundfugl og getur kafað langt og lengi eftir bráðinni, nokkra tugi metra.
Veiðar
breytaDílsaskarfsstofninn er ekki í hættu. Veiðar á honum eru því leyfilegar. Veiðitímabilið nær frá 1. september til 15. mars ár hvert. Dílaskarfur er mun styggari en toppskarfur og því erfiðari til veiða. Fljúgi einn fugl upp er líklegt að allir fylgi honum honum eftir.
Afbrigði
breytaTil er sjaldgæft afbrigði af dílaskarf sem stafar af albínisma. Þá hefur fuglinn lélega sjón og heyrn og tekst því sjaldan að lifa af í villtri náttúru.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Great cormorant“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20.september 2019.
- „Fuglavefur- Dílaskarfur“. fuglavefur.is.
- „Dílaskarfur (Phalacrocorax carbo) | Náttúrufræðistofnun Íslands“. www.ni.is.
- Guðmundur P.Ólafsson (1987). Fuglar. bls. 143.
- Arnþór Garðarsson Dílaskarfsbyggðir 1994-2008, Bliki tímarit um fugla 2008