Dujiangyan áveitukerfið

Dujiangyan áveitukerfið (kínverska: 都江堰; rómönskun: Dūjiāngyàn) er fornt áveitukerfi í Dujiangyan borg, í Sesúan héraði í vesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Það var upphaflega sett upp á tímum Qin-veldisins á þriðju öld f.Kr. sem áveitu- og flóðvarnaverkefni og er það enn í notkun í dag.

Mynd af Dujiangyan áveitukerfinu sem er forn áveitukerfi í Sesúan héraði í suðvesturhluta Kína.
Hið forna Dujiangyan áveitukerfi í Sesúan, Kína.
Mynd af brú við Dujiangyan áveitukerfið í Sesúan héraði, Kína.
Brú við Dujiangyan áveitukerfið í Sesúan, Kína.

Innviðir þessa forna og farsæla áveitukerfis hafa þróast við efri hluta Min fljóts (Minjiang) lengstu þverár Jangtse fljóts. Svæðið er á milli Sesúan vatnasvæðisins og Tíbet-hásléttunnar, í vesturhluta hinnar frjósömu Chengdu sléttu sem kölluð hefur verið „Himnaríki“ og „Land gnægta“.

Áveitukerfið beinir helmingi Min fljótsins um þétt net áveituskurða austur til að vökva sléttuna. Áveitukerfið er enn í grundvallaratriðum í upprunalegri mynd og gerir svæðinu kleift að styðja við matvælaframleiðslu á einu þéttbýlasta stað jarðar.

Áveitukerfið var, ásamt nálægum Qingcheng fjöllum miðstöðvar daoisma, útnefnd árið 2000 á Heimsminjaskrá UNESCO.


Heimildir

breyta