Charles Gauldrée-Boilleau

Charles Gauldrée-Boilleau (gjarnan kallaður Baróninn á Hvítárvöllum á Íslandi) var barón frá Frakklandi sem kom til Íslands í lok 19. aldar og hafði tölverð áhrif á bæjarlífið. Þórarinn Eldjárn hefur skrifað um hann bókina Baróninn.

Charles kom til Íslands árið 1898 og ástæður þess að mörgu leyti huldar. Barónsstígurinn í Reykjavík er nefndur eftir honum, en þar var Charles með stórt fjós, enda var hann töluverður forgöngumaður við búskap hér á landi. Í fjósi Barónsins er nú verslunin 10-11. Charles bjó síðan lengi búi sínu að Hvítárvöllum, en við Hvítárvelli er hann jafnan kenndur.

Faðir Charles var franskur og hafði verið sendiherra Frakka í Líma í Perú, en móðir hans var dóttir öldungaráðsmanns í Bandaríkjunum. Charles lauk námi við Eton-skóla í Englandi. Hann var mikill málamaður og gat talað 7 tungumál þegar hann kom hingað, og íslensku lærði hann á ótrúlega stuttum tíma. Charles lék á selló (hnéfiðlu) og hélt tvenna tónleika í Reykjavík.

Hann keypti sér húsið að Laugavegi 90.

Tenglar

breyta
  • Baróninn á Hvítárvöllum; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1936
  • „Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp?“. Vísindavefurinn.
   Þetta æviágrip sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.