10-11 er verslunarkeðja á Íslandi sem rekur svokallaðar klukkubúðir sem eru opnar allan sólarhringinn. Fyrsta búðin var opnuð 10. nóvember (10.11) 1991 í Engihjalla í Kópavogi klukkan 10:11.[1]

Fyrirtækið var hluti af Högum til 2011. 10-11 er í eigu Skeljungs í gegnum Basko.

10-11 sem sólarhringsverslun breyta

10-11 opnaði sína fyrstu sólarhringsverslun í Lágmúla 7 þann 28. ágúst 2000, [2] og var það fyrsta sólarhringsverslunin sem opnaði á Íslandi.

Þann 24. Nóvember árið 2000 opnaði 10-11 aðra sólarhringsverslun í Setbergi í Hafnarfirði[3] og fjölgaði svo sólarhringsverslunum þeirra svo flestar þeirra urðu að sólarhringsverslunum. [4]

Fækkun verslana 10-11 breyta

Árið 2018 seldi Basko, móðurfélag 10-11 fjórtán 10-11 verslanir til Samkaupa.[5] Þá hefur öllum 10-11 verslunum hjá bensínstöðvum verið breytt í Kvikk On The Go.[6] Árið 2016 voru verslanir 10-11 alls 35 talsins en árið 2019 aðeins fjórar. Árið 2021 voru aðeins þrjár eftir.

Kaup Skeljungs á 10-11 breyta

10-11 er núna í eigu Skeljungs í gegnum Basko eftir að Skeljungur keypti allt hlutafé Basko.[7]

Heimildir breyta

  1. „10-11 í 25 ár“. Sótt september 2016.
  2. „10-11 opnar 24 tíma verslun í Reykjavík“. Sótt febrúar 2020.
  3. „Önnur sólarhringsverslunin“. Sótt febrúar 2020.
  4. „Dæmi um opnunartíma 10-11“. Sótt febrúar 2020. Hægt er að sjá að flestar en ekki allar verslanirnar voru opnar allan sólarhringinn á þessum tíma.
  5. Samkaup kaupa fjórtán 10-11 verslanir[óvirkur tengill][óvirkur tengill]
  6. „Kvikk leysir 10-11 af hólmi“. Sótt febrúar 2020.
  7. „Skeljungur kaupir allt hlutafé Basko“. Sótt febrúar 2020.