Changchun Longjia-alþjóðaflugvöllurinn
Alþjóðaflugvöllur Changchun Longjia (IATA: CGQ, ICAO: ZYCC) (kínverska: 长春龙嘉国际机场; rómönskun: Chángchūn Lóngjiā Guójì Jīcháng) er meginflughöfn farþegaflugs Changchun höfuðborgar Jilin héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína.
Flugvöllurinn er staðsettur um 31 kílómetra norðaustur frá miðborg Changchun og um 76 kílómetra norðvestur af Jilin borg í bæjarfélaginu Longjia, í úthverfi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn. Borgirnar Changchun og Jilin bera sameiginlega ábyrgð á rekstri flugvallarins.
Samþykkt var að ráðast í byggingu alþjóðaflugvallarins árið 1998. Framkvæmdir hófust árið 2003 og hóf flugvöllurinn starfsemi tveimur árum síðar 2005. Völlurinn leysti af hólmi Changchun Dafangshen flugvöllinn, sem var einnig verið notaður undir herflug og er nú eingöngu ætlaður fyrir hernaðarnotkun.
Vegna mikillar fjölgun farþega var ráðist í endurhönnun og viðbyggingu Changchun Longjia flugvallarins árið 2001. Enn var hann stækkaður árið 2009 og 2011. Flugstöðin, nær yfir 73.300 fermetra og er í tveimur farþegamiðstövum. Árið 2018 fóru um 13 milljónir farþega um flugvöllinn og um 83.000 tonn af farmi. Í farþegafjölda er hann 30. stærsti flugvöllur Kína.
Flugvöllurinn er svæðisbundin miðstöð fyrir China Southern Airlines. Önnur umfangsmikil flugfélög eru China Eastern Airlines, Spring Airlines, XiamenAir, og Sichuan Airlines. Alls starfa 32 flugfélög á flugvellinum.
Áfangastaðir eru flestir innan Kína og í Austur Asíu, með alþjóðaflug til Tókýó, Osaka, Hong Kong, Singapúr, Seúl, og fleiri staða.
Flugvöllurinn er tengdur lestarkerfi Changchun með stöð í kjallara flugstöðvarbyggingarinnar. Einnig tengja strætisvagnar flughöfnina við miðborg Changchun og nærliggjandi borgir.
Tenglar
breyta- Vefsíða Travel China Guide [1]. Almennar upplýsingar, kort af flugvellinum, samgöngur almenningsvagna á flugvöllinn o.fl.
- Kínverk vefsíða Changchun Longjia flugvallarins. Geymt 24 apríl 2020 í Wayback Machine.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Changchun Longjia International Airport“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. janúar 2021.