Biskup

leiðtogi í kristnum trúarfélögum
(Endurbeint frá Byskup)

Biskup (áður skrifað byskup) er titill embættismanna í hinum ýmsu kristnu kirkjum, og hlutverk þeirra mismunandi eftir kirkjudeildum. Orðið biskup (επισκοπος) á uppruna sinn að rekja til gríska orðsins episkopos sem þýðir sá sem skyggnist um, eða hefur eftirlit með eða einu orði skyggnari, en það er einnig gamalt heiti á biskupi í íslensku. Biskupar voru einnig nefndir klerkagoðar í skáldamáli. Fyrst eftir siðaskiptin voru biskupar á íslandi nefndir súperintent. Lýðbiskup (eða ljóðbiskup) voru undirbiskupar nefndir hér áður fyrr, og voru undirmenn erkibiskups.

Gísli Þorláksson Hólabiskup (1657-1684) ásamt Ragnheiði Jónsdóttur eiginkonu sinni og tveimur fyrri konum sínum, Gróu Þorleifsdóttur og Ingibjörgu Benediktsdóttur. Myndin máluð í Kaupmannahöfn 1684

Biskupsdæmi eru misvaldamikil og oft fer vald biskupa eftir trúarlegu hlutverki þeirra og hefðum. Í sumum kirkjudeildum (svo sem þeim rómversk-kaþólsku og rétttrúnaðarkirkjunni) eru til fleiri en ein gerð biskupa, sem hafa mismunandi valdsvið, til dæmis erkibiskupar og patríarkar. Páfinn í Róm er formlega rómversk-kaþólski biskup Rómaborgar og jafnframt æðsti biskup rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Meðal þess sem biskupar sjá oft um er að vígja presta og guðshús og stjórna ýmsum athöfnum.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta